Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Árni Sæberg skrifar 21. mars 2022 17:34 Þórarinn vill verða formaður Starfsgreinasambandsins. Aðsend Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. Á 8. þingi Starfsgreinasambandsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 23. - 25. mars, verður kosið til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar sambandsins. Ljóst er að kosið verður um nýjan formann eftir tólf ára setu fráfarandi formanns. Nú hafa tveir boðið sig fram, Þórarinn og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þórarinn segist munu beita sér fyrir því að sætta ólík sjónarmið með virku sambandi við forystu allra félaga innan SGS. Þá leggur hann áherlsu á að raddir allra fái að heyrast og að tekið verði tillit til ólíkra sjónarmiða, með sátt og samráði. „Á sama hátt og við leggjum mikið upp úr því að hlustað sé á raddir smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi, vil ég að tekið sé tillit til hagsmuna og sjónarmiða allra aðildarfélaga burtséð frá stærð þeirra og að sjálfsákvörðunarréttur einstakra félaga sé hafður í hávegum,“ segir hann. Þórarinn segir mikilvæg verkefni vera á döfinni, þar á meðal gerð kjarasamninga. í þeirri vinnu sé mikilvægt að aðildarfélög SGS stilli saman strengi sína og taki tillit hvert til annars. „Það þjónar engum tilgangi að við eyðum kröftunum í innbyrðis átök og gagnast engum nema viðsemjendum okkar,“ segir hann. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Starfsgreinasambandið sé það afl sem getur með samtakamættinum náð afgerandi árangri fyrir félagsmenn,“ segir Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, í lok fréttatilkynningar um framboð sitt til formennsku í Starfsgreinasambandinu. Stéttarfélög Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Á 8. þingi Starfsgreinasambandsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 23. - 25. mars, verður kosið til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar sambandsins. Ljóst er að kosið verður um nýjan formann eftir tólf ára setu fráfarandi formanns. Nú hafa tveir boðið sig fram, Þórarinn og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þórarinn segist munu beita sér fyrir því að sætta ólík sjónarmið með virku sambandi við forystu allra félaga innan SGS. Þá leggur hann áherlsu á að raddir allra fái að heyrast og að tekið verði tillit til ólíkra sjónarmiða, með sátt og samráði. „Á sama hátt og við leggjum mikið upp úr því að hlustað sé á raddir smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi, vil ég að tekið sé tillit til hagsmuna og sjónarmiða allra aðildarfélaga burtséð frá stærð þeirra og að sjálfsákvörðunarréttur einstakra félaga sé hafður í hávegum,“ segir hann. Þórarinn segir mikilvæg verkefni vera á döfinni, þar á meðal gerð kjarasamninga. í þeirri vinnu sé mikilvægt að aðildarfélög SGS stilli saman strengi sína og taki tillit hvert til annars. „Það þjónar engum tilgangi að við eyðum kröftunum í innbyrðis átök og gagnast engum nema viðsemjendum okkar,“ segir hann. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Starfsgreinasambandið sé það afl sem getur með samtakamættinum náð afgerandi árangri fyrir félagsmenn,“ segir Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, í lok fréttatilkynningar um framboð sitt til formennsku í Starfsgreinasambandinu.
Stéttarfélög Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira