Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 18:56 Frá kosningavöku Ragnhildar Öldu í gær. Håkon Broder Lund Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Ragnhildur Alda sóttist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi fyrir mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur. „Frá mínum dýpstu hjartarótum langar mig að þakka öllum þeim sem kusu mig og lögðu baráttunni lið, innilega fyrir hjálpina! Sterk liðsheild og feiknaöflugur stuðningsmannahópur skilaði okkur þessum stóra sigri og magnaða árangri - og það á örstuttum tíma. Ég er gríðarlega stolt af árangrinum, en hann er fyrst og fremst ykkur að þakka sem lögðuð hönd á plóg og veittuð mér stuðning og traust í kjörklefanum,“ skrifar Ragnhildur Alda á Facebook. Ragnhildur Alda var fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili. Hún segir að fyrir „tiltölulega ungan og óþekktan varaborgarfulltrúa“ hafi verið á brattan að sækja, allt frá upphafi. Því séu niðurstöður prófkjörsins sigur í sjálfu sér. Stuðningsmenn hennar séu hreyfiafl og bjart sé fram undan fyrir flokkinn í borginni. „Ég er virkilega hreykin af því trausti sem mér hefur verið sýnt og af því að tilheyra þessum glæsilega hópi sjálfstæðismanna. Niðurstöðurnar sýndu og sönnuðu að okkar málflutningur átti sannarlega erindi við kjósendur.“ Þakkar Hildi fyrir drengilega baráttu Í færslunni þakkar Ragnhildur Alda mótframbjóðanda sínum í oddvitasætið, Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa, fyrir drengilega baráttu. Þá óskar hún öllum þeim sem hrepptu sætu á listanum til hamingju, „Úr prófkjörinu kemur öflugur listi af nýliðum og reynsluboltum sem ég hlakka til að starfa með. Framundan er vinna kjörnefndar en hún hefur það mikilvæga verkefni að raða upp sigurstranglegum lista fyrir næstu kosningar,“ skrifar Ragnhildur Alda. Næstu dagar fari í nauðsynlega hvíld, og það að svara þeim kveðjum og skilaboðum sem hún hafi fengið en ekki haft tíma til að svara í hamagangi kosningabaráttunnar. „Kæru vinir, verkefnið nú er að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borgarstjórn og að því þurfum við öll að vinna. Með samstöðuna að vopni verðum við alda breytinga í þágu borgarbúa,“ skrifar Ragnhildur Alda að lokum. Ragnhildur Alda þakkar fyrir stuðninginn.Håkon Broder Lund
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira