Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 10:44 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35