Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 02:35 Hildur kemur til með að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira