Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 02:35 Hildur kemur til með að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira