Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
AC MIlan fagna sigurmarki kvöldsins.
AC MIlan fagna sigurmarki kvöldsins. EPA-EFE/FABIO MURRU

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Er leikur AC Milan hófst vissu leikmenn liðsins að Napoli hefði jafnað þá að stigum en að Inter hefði misstigið sig og því myndi sigur lyfta þeim upp á topp deildarinnar. Það tók gestina frá Mílanó þó sinn tíma að finna taktinn í leiknum.

Staðan var markalaus í hálfleik en loks á 59. mínútu skoraði miðjumaðurinn Ismael Bennacer það sem reyndist eina mark leiksins. Olivier Giroud lagði boltann á Bennacer sem átti líka þetta fína skot sem söng í netinu. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

AC Milan nú á toppi Serie A með 66 stig að loknum 30 leikjum. Napoli er með 63 stig eftir jafn marga leiki og Inter er með 60 stig en á leik inni.


Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira