Ásatrúarfólki misboðið vegna samanburðar lögmanns við Zuista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 14:10 Jón Bjarni Kristjánsson, lögmaður Einars Ágústssonar, líkti Zuisma við Ásatrúarfélagið í dómsal í gær. vísir/Vilhelm Ásatrúarfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Jóns Bjarna Kristjánssonar lögmanns Einars Ágústssonar. Félagið segist halda úti menningarstarfsemi allan ársins hring en ekki koma einstaka sinnum saman til að drekka bjór eins og Jón hafi haldið fram. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnenda trúfélagsins Zuism, lauk nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bræðurnir eru ákærðir fyrir blekkingar og stórfelld fjársvik og sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Bræðurnir hafa neitað sök. Málflutningur verjenda bræðranna byggir meðal annars á því að félagið hafi uppfyllt skilyrði um skráð trúfélög og að starfsemi Zuism á Íslandi hafi ekki verið frábrugðin starfsemi annarra trúfélaga. Jón Bjarni Kristjánsson verjandi Einars sagði fyrir dómi það ekki vera rétt að Zuism hafi ekki náð fótfestu hér á landi eða að starfsemi félagsins hafi ekki verið virk og stöðug. Nefndi hann sem dæmi Ásatrúarfélagið og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en ekki endilega reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo væri mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Hann benti á að þetta minnti óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Ásatrúarfólki misboðið Í yfirlýsingu sem fréttastofu hefur borist frá Ásatrúarfélaginu segir að félagsmönnum sé misboðið vegna málflutnings Jóns Bjarna. Forsvarsmenn félagsins segja greinilegt að Jón hafi enga þekkingu á starfsemi Ásatrúarfélagsins. „Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drenskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að félagið haldi úti mikilli þjónustu við félaga sína, sjái um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með þeirri umönnun og vinnslu sem tilheyri. „Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Telja sig yfir Zuisma hafin en vilja gæta sannmælis Þá segir að blót séu haldin um land allt með fyrirfram skipulögðum hætti, til dæmis Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boði goðarnir sjálfir til bóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilji og þurfa þyki. „Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins, sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en það vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. “ Trúmál Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnenda trúfélagsins Zuism, lauk nýverið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Bræðurnir eru ákærðir fyrir blekkingar og stórfelld fjársvik og sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Bræðurnir hafa neitað sök. Málflutningur verjenda bræðranna byggir meðal annars á því að félagið hafi uppfyllt skilyrði um skráð trúfélög og að starfsemi Zuism á Íslandi hafi ekki verið frábrugðin starfsemi annarra trúfélaga. Jón Bjarni Kristjánsson verjandi Einars sagði fyrir dómi það ekki vera rétt að Zuism hafi ekki náð fótfestu hér á landi eða að starfsemi félagsins hafi ekki verið virk og stöðug. Nefndi hann sem dæmi Ásatrúarfélagið og sagði að samkvæmt vefsíðu félagsins væri það fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir en ekki endilega reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo væri mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór. Hann benti á að þetta minnti óneitanlega á Bjór og bæn, sem hafi lengi verið vinsælustu viðburðir Zuism. Jón sagði mikilvægt að gæta jafnræðis milli trúfélaga. Ásatrúarfólki misboðið Í yfirlýsingu sem fréttastofu hefur borist frá Ásatrúarfélaginu segir að félagsmönnum sé misboðið vegna málflutnings Jóns Bjarna. Forsvarsmenn félagsins segja greinilegt að Jón hafi enga þekkingu á starfsemi Ásatrúarfélagsins. „Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drenskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt að félagið haldi úti mikilli þjónustu við félaga sína, sjái um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með þeirri umönnun og vinnslu sem tilheyri. „Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Telja sig yfir Zuisma hafin en vilja gæta sannmælis Þá segir að blót séu haldin um land allt með fyrirfram skipulögðum hætti, til dæmis Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boði goðarnir sjálfir til bóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilji og þurfa þyki. „Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins, sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir,“ segir í yfirlýsingunni. „Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en það vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. “
Trúmál Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Líkti Zuism við Ásatrúarfélagið og sagði að gæta þurfi jafnræðis Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, stofnendur trúfélagsins Zuism, þvertaka fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum og stundað stórfelld fjársvik. Þeir hafi allan tímann rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. 18. mars 2022 07:00
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. 11. mars 2022 14:17
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01