Ásatrúarfólki misboðið Hilmar Örn Hilmarsson og Jóhanna Harðardóttir skrifa 18. mars 2022 14:00 Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Dómsmál Zuism Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag er frétt um málflutning í máli Ágústar og Einars Ágústssona kennda við Zúisma. Þar leyfir Jón Bjarni Kristjónsson, verjandi Einars sér að líkja Zúisma við Ásatrúarfélagið sem „væri fyrst og fremst að bjóða upp á athafnir, en væri ekki endilega með reglulega viðburði. Félagsmenn kæmu öðru hvoru saman til að blóta og svo sé mætt til að lesa Hávamál og fá sér bjór.“ Félögum í Ásatrúarfélaginu er verulega misboðið að aðstandendur Zúisma skuli leyfa sér að bera starfshætti þessara tveggja félaga saman, enda greinilegt á þessum orðum að þekkingin á starfsemi Ásatrúarfélagsins er engin. Staðreyndin er þessi: Ásatrúarfélagið heldur úti mikilli menningarstarfsemi og þjónustu við félaga þess allan ársins hring af ábyrgð og drengskap og samkvæmt lögum. Á viðburðum á vegum félagsins er áfengi aldrei í boði. Félagið heldur úti mikilli þjónustu við félaga sína, sér um nafngjafir, siðfræðslu fyrir unglinga, siðfestuathafnir (heiðin ferming), hjónavígslur og útfarir með allri þeirri umönnun og vinnslu sem því tilheyrir. Goðar þess eru til staðar fyrir félagana um allt land og sinna starfskyldum við félagið og fólkið með ýmsum hætti. Blót eru haldin um allt land með fyrirfram skipulögðum hætti s.s. Landvættablót, Jólablót, Þorrablót, Sumardagsblót, Jafndægrablót að vori og hausti, Þingblót, Dísablót eða Haustblót. Auk þessara föstu blóta boða goðarnir sjálfir til blóta víðs vegar um landið af öðru tilefni þegar þeir vilja og þurfa þykir. Fyrir utan athafnir sem þessar er í boði margvísleg menningarstarfsemi á vegum Ásatrúarfélagsins sem reyndar hefur orðið fyrir barðinu á Covid undanfarin tvö ár, en þó haldið áfram með einhverjum hætti þegar ástand leyfir. Þar má meðal annars nefna alls kyns námskeið og fræðslufundi um menningu og umhverfismál, leshring, handverkskvöld, goðafundi í héraði og margt, margt fleira. Ásatrúarfélagið telur sig yfir samanburð við Zuisma hafið, en vill að sannmælis sé gætt í fjölmiðlum. Höfundar eru Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og staðgengill allsherjargoða.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun