Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:31 Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun