Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 21:00 Vöxturinn á hálsi svansins hefur valdið mörgum áhyggjum. vísir/óttar Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi. Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar
Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira