Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 16:37 Snorrabraut 79 og Flóki by Guesthouse Reykjavík eru innsigluð. Samsett Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. „Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum. Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent