Landspítalinn hefur greitt starfsmönnum 213 milljónir króna fyrir að nota hlífðarfatnað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 08:18 Greiðslurnar eru tímabundin aðgerð vegna álags faraldurs Covid-19, meðal annars tengdu fjölda inniliggjandi sjúklinga og fjarvista veikra starfsmanna. Aðgerðin átti að gilda til 15. mars með möguleika á framlengingu og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur hún verið framlengd til 31. mars. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Kostnaður Landspítala vegna viðbótarlauna til handa heilbrigðisstarfsmönnum vegna notkunar hlífðarbúnaðar námu 213,5 milljónum króna með launatengdum gjöldum á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis um viðbótargreiðslur vegna Covid-19. Í svarinu segir að á spítalanum sé verið að greiða tvenns konar viðbótarlaun vegna álags tengdu Covid-19. Annars vegar er um að ræða álagsgreiðslur vegna notkunar á hlífðarbúnaði eða fínagnagrímum að kröfu farsóttarnefndar. Greiðslurnar miðist við notkun hlífðarbúnaðar eða fínagnagrímu á meirihluta vaktar og skiptist á eftirfarandi hátt: 15.000 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem þurfa að starfa í búningum við aðhlynningu Covid-sýktra einstaklinga, fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. 7.500 krónu álagsgreiðsla til þeirra sem gert er að vera með fínagnagrímu allan daginn við störf sín (skv. kröfu frá farsóttarnefnd spítalans), fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Starfsmaður geti ekki fengið greitt fyrir bæði á sömu vakt; ef hann fái greiðslu fyrir að vera í hlífðarbúning þá fái hann ekki einnig greiðslu fyrir að vera með fínagnagrímu. „Frá 1. nóvember 2021 til 31. janúar 2022 er kostnaður vegna þessa kr. 213.559.024 með launatengdum gjöldum,“ segir í svörum Landspítalans. Ekki búið að greiða út vegna vinnu umfram vinnuskyldu Hins vegar sé um að ræða viðbótarlaun vegna aukins vinnuframlags starfsmanna á klínískum einingum, umfram vinnuskyldu. Þeir starfsmenn sem taki aukavaktir umfram vinnuskyldu geti áunnið sér viðbótarlaun vegna þeirra. Fyrirkomulag þeirra greiðslna má sjá á myndinni hér fyrir neðan: Landspítalinn Gildistími ofangreindra greiðslna var frá 14. janúar til 15. mars. Þegar Vísi bárust upplýsingarnar lá ekki fyrir hversu háar greiðslurnar yrðu þar sem fyrri greiðslan verður ekki greidd út fyrr en 1. apríl, vegna tímabilsins 14. janúar til 15. febrúar, og seinni greiðslan 1. maí, fyrir tímabilið 16. febrúar til 15. mars.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira