Gæsahúð og geðshræring eftir sigurkörfu frá miðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 14:01 Liðsfélagar Kate Cordes fagna henni eftir þessa ótrúlegu körfu. Twitter Kate Cordes kom sínu liði í úrslitaleikinn á fylkismeistaramótinu með ótrúlegri sigurkörfu frá miðju. Það hafa verið skorað margar magnaðar körfur í sögu körfuboltans og ein bættist í viðbót um helgina í leik í körfuboltakeppni gagnfræðiskólana í Bandaríkjunum. Shakopee vann þá afar dramatískan 50-47 sigur á Eden Prairie í baráttunni um sæti í State Girls Basketball Tournament í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. . @katejcordes at the buzzer TO SEND @ShakoGirlsHoops TO STATE! Video courtesy of our esteemed cameraman Pat Balvance (@LionsSoftball ), who never takes a day off. pic.twitter.com/dFMqMCY87z— SabersLive (@SabersLive) March 12, 2022 Það voru bara 2,6 sekúndur eftir af leiknum þegar Shakopee átti innkast við miðlínu. Það var svo sem ekki mikið meiri tími til annars en að láta bara vaða af löngu færi. Það gerði einmitt Kate Cordes sem fékk boltann og lét vaða. Boltinn söng í körfunni og þakið sprakk af húsinu. „Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá. Ég er enn í sjokki. Ég trúði á liðsfélaga mína og þeir trúðu á mig. Ég reyndi bara að ná eins góðu skoti og ég gat og það fór í körfuna. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins míns,“ sagði Kate Cordes eftir leikinn. „Þetta átti ekki alveg að vera svona. Ég sá bara klukkuna og vissi að ég þurfti að losa mig við boltann. Ég er svo ánægð að við höfum komist í úrslitaleikinn og eigum möguleika á því að vinna titil,“ sagði Kate. Hér fyrir ofan má sjá hefðbundna myndatöku af sigurkörfunni en hér fyrir neðan má sjá aftur á móti sjónarhorn sem gerir alls ekkert minna fyrir hetjudáðir Kate. Það er hægt að horfa á þetta endalaust enda fullur skamtur af gæsahúð og geðshræringu. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Það hafa verið skorað margar magnaðar körfur í sögu körfuboltans og ein bættist í viðbót um helgina í leik í körfuboltakeppni gagnfræðiskólana í Bandaríkjunum. Shakopee vann þá afar dramatískan 50-47 sigur á Eden Prairie í baráttunni um sæti í State Girls Basketball Tournament í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. . @katejcordes at the buzzer TO SEND @ShakoGirlsHoops TO STATE! Video courtesy of our esteemed cameraman Pat Balvance (@LionsSoftball ), who never takes a day off. pic.twitter.com/dFMqMCY87z— SabersLive (@SabersLive) March 12, 2022 Það voru bara 2,6 sekúndur eftir af leiknum þegar Shakopee átti innkast við miðlínu. Það var svo sem ekki mikið meiri tími til annars en að láta bara vaða af löngu færi. Það gerði einmitt Kate Cordes sem fékk boltann og lét vaða. Boltinn söng í körfunni og þakið sprakk af húsinu. „Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá. Ég er enn í sjokki. Ég trúði á liðsfélaga mína og þeir trúðu á mig. Ég reyndi bara að ná eins góðu skoti og ég gat og það fór í körfuna. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins míns,“ sagði Kate Cordes eftir leikinn. „Þetta átti ekki alveg að vera svona. Ég sá bara klukkuna og vissi að ég þurfti að losa mig við boltann. Ég er svo ánægð að við höfum komist í úrslitaleikinn og eigum möguleika á því að vinna titil,“ sagði Kate. Hér fyrir ofan má sjá hefðbundna myndatöku af sigurkörfunni en hér fyrir neðan má sjá aftur á móti sjónarhorn sem gerir alls ekkert minna fyrir hetjudáðir Kate. Það er hægt að horfa á þetta endalaust enda fullur skamtur af gæsahúð og geðshræringu. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira