Hall var lengi vel ein af helstu stjörnum WWE (World Wrestling Entertainment), en fréttir bárust af því um helgina að Hall væri alvarlega veikur.
Hall sló í gegn á sviði fjölbragðaglímu á tíunda áratug síðustu aldar ásamt mönnum á borð við Hulk Hogan og Sean „X-Pac“ Waltman. Hann var svo tekinn í Frægðarhöll WWE árið 2014.
BBC segir frá því að Hall hafi mjaðmarbrotnað snemma í mars síðastliðinn, gengist undir aðgerð en svo glímt við afleiðingar blóðtappa. Hann hafi verið í öndunarvél síðustu dagana.
Fjölmargar stjörnur fjölbragðaglímuheimsins hafa minnst Hall eftir að tilkynning barst um fráfall hans.
I m gutted Lost a brother
— Triple H (@TripleH) March 15, 2022
I love you Scott!!
I ll see you down the road #BuddySystem pic.twitter.com/Qx2he0TetS
WWE is saddened to learn that two-time WWE Hall of Famer Scott Hall has passed away.
— WWE (@WWE) March 15, 2022
WWE extends its condolences to Hall s family, friends and fans. pic.twitter.com/jgqL3WizOS