Petra er 52 ára gömul. Hún á fyrir níu ára stúlku en hefur haldið henni fyrir utan sviðsljósið.
„Ég er alveg ótrúlega hamingjusöm,“ sagði Petra í viðtalinu. Hún segir að þessi meðganga sé mikil forréttindi og hún tekur þetta verkefni einn dag í einu. Aðspurð hvort það væri einhver faðir í myndinni svaraði Petra:
„Nei ég er að gera þetta sjálf, eins og svo margt annað í mínu lífi.“
Petra hefur tvisvar verið kynnir þegar í Eurovision var haldið í Svíþjóð, árið 2013 og svo aftur 2016. Hún sló svo í gegn sem stífa mamman í sjónvarpsþáttunum Bonusfamiljen. Viðtalið við Petru má sjá á vef TV4.
Svíar völdu sitt Eurovision framlag um helgina. Söngkonan Cornelia Jakobs bar sigur úr býtum í keppninni Melodifestivalen með laginu Hold Me Closer. Lagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.