Engin virkni í kollagen sem ekki fæst úr hefðbundinni fæðu Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2022 10:17 Kollagenvörur unnar úr sláturafgöngum dýra og fiska eru þó allra mest notaðar í matvælaiðnaði og eru framleiddar í verulegu magni til slíkra nota um allan heim. Hráefniskostnaðurinn er lítill og því um verulega ábatasama framleiðslu að ræða. vísir/vilhelm Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím. Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru. Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Höfundarnir Björn Geir Leifsson læknir og Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur spyrja, eftir að hafa rakið hvað kollagen er, hvort allir sem leggja sér til munns til dæmis beikon, egg, kjötsúpu, laxarönd eða harðfisk ættu þá ekki að losna við liðverkina og fá sléttari húð? Og svara sér sjálfir: Kollagen enga heilsubætandi virkni umfram venjulegan mat „Einfalda svarið er að engar vörur unnar úr kollageni hafa meiri heilsubætandi eiginleika en öll önnur prótínnæring. Kollagen-fæðubótarefni eru ekkert annað en niðurbrotið og hreinsað prótín, sem svo brotnar enn frekar niður í meltingunni og nýtist á sama hátt og annað prótín í mat, sem amínósýrur og stuttar peptíðkeðjur sem líkaminn ráðstafar að vild.“ Í greininni er rakið að í dag séu ýmsar vörur kenndar við kollagen auglýstar með loforðum um heilsubót og fegurðarauka. En hér er ekkert nýtt né merkilegt á ferðinni heldur efni algerlega sambærilegt við venjulegt matarlím og aðra kollagenvöru. „Kollagen er að finna í nánast öllum mat sem upprunninn er úr dýraríkinu og lítill munur er á amínósýruhlutföllum í þeim. Ef við fáum sambærileg næringarefni úr flestum mat, hvernig getur þá kollagen verkað gegn liðverkjum eða hrukkum þegar það er selt sem fæðubótarefni?“ Maðkar í mysu þeirra rannsókn sem teflt er fram Þeir félagar benda á að hvort heldur verið er að framleiða fæðubótarefni eða matarlím til matargerðar þá er niðurbrotsferlið það sama. „Oft sjást fullyrðingar um að tiltekið fæðubótarefni sé sérstaklega vatnsrofið eða hafi einhverja aðra eiginleika af því það er upprunnið úr dýrindis sjávarfangi. Lítill munur er á amínósýruinnihaldi kollagens í fiskum og öðrum dýrum og hreinsaða kollagenið sem er í fæðubótarvörunum skortir alls kyns önnur nauðsynleg efni sem fást við að borða fjölbreytta fæðu.“ Þeir Björn Geir og Geir Gunnar segja að framleiðsla og sala á kollagen sé gífurlega ábatasamur iðnaður. Og þeir sem framleiða vísi einatt í rannsóknir sem eigi að sanna hina jákvæðu eiginleika vörunnar. „Þegar betur er að gáð þá eru ýmsir maðkar í þeirri mysu. Þær rannsóknir sem geta talist marktækar gefa misvísandi niðurstöður og þar sem jákvæð áhrif sjást í vel gerðum rannsóknum eru þau svo lítil að það skiptir ekki máli,“ segir í greininni: Rannsóknir sem hafa verið gerðar staðfesta ekki neina heilsubótarvirkni af því að neyta kollagens sem fæðubótarvöru.
Neytendur Matvælaframleiðsla Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira