Heyrðu viðbrögðin þegar „hetjurnar“ Messi og Neymar voru kynntar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 13:31 Kylian Mbappe fékk frábærar viðtökur en það var aftur á móti baulað stanslaust á þá Neymar og Lionel Messi allan leikinn af stuðningsmönnum Paris Saint-Germain. Getty/ Xavier Laine Lionel Messi og Neymar voru að spila á heimavelli í gær en hafa sjaldan fengið verri móttökur en á þessu sunnudagseftirmiðdegi í París. Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira