Heyrðu viðbrögðin þegar „hetjurnar“ Messi og Neymar voru kynntar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 13:31 Kylian Mbappe fékk frábærar viðtökur en það var aftur á móti baulað stanslaust á þá Neymar og Lionel Messi allan leikinn af stuðningsmönnum Paris Saint-Germain. Getty/ Xavier Laine Lionel Messi og Neymar voru að spila á heimavelli í gær en hafa sjaldan fengið verri móttökur en á þessu sunnudagseftirmiðdegi í París. Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Það er engin spurning um það hverjir eru blórabögglarnir fyrir óförum Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku að mati stuðningsmanna félagsins. Paris Saint Germain var að spila á heimavelli sínum Parc des Princes um helgina og það er óhætt að segja að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið að baki allra leikmanna franska liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Kylian Mbappé skoraði í báðum leikjunum á móti Real Madrid en vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið. Þegar hann var kynntur til leiks þá fögnuðu stuðningsmenn PSG gríðarlega. Þeir elska manninn sem er líklega á förum, kannski skiljanlega því hann er að skila mörkum á þessu tímabili. Þá var var komið að hinum tveimur. Tvær af stærstu knattspyrnustjörnum heims og menn sem stuðningsmenn annara félaga í Evrópu hefur dreymt um að vera með í sínu liði. Þegar þeir Neymar og Lionel Messi voru kynntir til leiks þá voru viðbrögðin allt allt önnur. Hér fyrir neðan má sjá hvernig kynningin á þremur stórstjörnum Parísarliðsins gekk fyrir sig í gær. Messi og Neymar voru fengnir til félagsins til að landa loksins Meistaradeildartitlinum enda höfðu þeir báðir unnið hann með Barcelona. Niðurstaðan hefur hins vegar hver vonbrigðin á fætur öðrum, fimm tímabil með Neymar og nú líka á fyrsta tímabili liðsins með Messi innanborðs. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tölfræðin á tímabilinu er ekki af þeirri stærðargráðu sem við erum vön að sjá hjá þeim Neymar og Messi. Neymar og Messi eru saman með 12 mörk og 16 stoðsendingar í öllum keppnum. Neymar 5 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum og Messi 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum. Mbappé er aftur á móti með 26 mörk og 17 stoðsendingar í sínum 36 leikjum og hefur því skorað fleiri mörk og lagt upp fleiri mörk en hinir tveir til samans.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira