Enginn lést í árásinni en einn almennur borgari særðist og einhverjar skemmdir urðu, segir innanríkisráðuneyti Kúrda.
Reuters hefur eftir íröskum embættismanni að sannanir liggi fyrir um að eldflaugarnar hafi verið framleiddar í Íran. Enginn hefur gengist við árásinni en íranskur fréttaritari í Írak segir árásinni hafa verið beint að „leynilegum ísraelskum herstöðvum.“
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest árásina en í tilkynningu þess segir að engan Bandaríkjamann hafi sakað og að byggingar Bandaríkjanna í borginni hafi ekki beðið skemmdir.
Myndband sem sagt er sýna öflugar sprengingarnar í Erbil í nótt er í dreifingu á Twitter.
Kurdistan/Iraq - Footage of the rocket attack on the US consulate/Erbil International Airport earlier tonight. pic.twitter.com/hdujDfnXeL
— Jimmy (@JimmySecUK) March 12, 2022