Ferskir vindar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. mars 2022 08:30 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun