Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 12. mars 2022 08:01 Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi fagnar komu fólks frá Úkraínu til Íslands og hvetur stjórnvöld til að standa vel að móttöku þess, en margt bendir til að ráðafólk geri sér litla grein fyrir ábyrgð sinni. Því miður hegðar það sér eins og þarna sé ekki raunveruleg neyð á ferð heldur tilefni til auka persónlegar vinsældir sínar. Fólk á flótta þarf á stuðningi að halda umfram annað fólk. Eitt til tvö þúsund manns, fyrst og fremst konur og börn sem vita af eiginmönnum og feðrum á stríðssvæðum, þurfa mikla sálræna og félagslega umönnun, stjórnvöld þurfa í raun að byggja upp samfélagslegslega innviði í kringum þennan hóp til að draga sem mest úr skaða stríðs og áfalla. Cóvid faraldurinn afhjúpaði hversu veikt íslenskt heilbrigðiskerfi er vegna vanrækslu stjórnvalda. Ef heilbrigðisstarfsfólk hefði ekki fórnað sér hefði faraldurinn lagt heilbrigðiskerfið á hliðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aukin þörf fyrir heilbrigðisþjónustu vegna komu flóttafólks verður að mæta strax, áður en hryktir enn frekar í kerfinu og áður en fólk sem þarf nauðsynlega á þjónustunni að halda skaðast af bið eftir aðstoð sem aldrei kemur. “Þetta reddast” er íslenskt viðkvæði, lýsir kjarki úrræðagóðs fólks frammi fyrir vanda. En það reddast ekkert nema fólk bregðist við, geri eitthvað. Því miður hafa stjórnvöld sýnt aftur og aftur að þau varpa öllum vanda heilbrigðiskerfisins yfir starfsfólk og sjúklinga án þess að taka ábyrgð á sínum þætti, sem er að tryggja starfsfólkinu aðstæður svo það geti sinnt sjúklingunum. Stjórnvöld hafa að sama skapi komist upp með það áratugum saman að varpa byrðunum af óregluvæddum og stjórnlausum húsnæðismarkaði yfir á leigjendur. Samkvæmt mati Samtaka leigjenda greiða leigjendur í dag um 30 milljarða króna í ofgreidda leigu, það er okur sem er langt umfram allan kostnað leigusala. Þetta eru byrðar sem slengt er á ungt fólk, láglaunafólk, innflytjendur, öryrkja og aðra hópa á leigumarkaði, fólk sem flest stendur svo fjárhagslega veikt að það stenst ekki greiðslumat fjármálakerfsins. Byrðar sem eru afleiðingar af aðgerðarleysi stjórnvalda frammi fyrir stærsta einstaka vanda almennings í dag; óheyrilegum húsnæðiskostnaði sem étur upp ráðstöfunarfé fólks. Þetta aðgerðarleysi hefur skapað hættuástand á húsnæðismarkaði þar sem óprúttið fólk hefur nýtt sér veika stöðu samborgara sinna og þrýst upp bæði kaupverði og leigu á íbúðarhúsnæði. Fækkun ferðamanna vegna cóvid og brottför stórs hóps erlends farandverkafólks sem sinnti ferðaþjónustu náði ekki að draga úr hættunni sem leigjendur búa við. Andvaraleysi stjórnvalda frammi fyrir þessari hættu, sem birtist í stórkostlegum skorti á íbúðarhúsnæði nú þegar ferðaþjónustan er að taka við sér, mun leiða til enn frekara okurs á leigjendum og keyra lífskjör þeirra enn neðar. Þetta var fyrirsjáanlegt áður en rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Það var hættuástand á leigumarkaði og fyrirséð að þar yrði neyðarástand ef stjórnvöld gripu ekki inn í. Með hingaðkomu flóttafólks er þetta neyðarástand orðið staðreynd. Og stjórnvöldum ber að bregðast við. Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi styður heilshugar að Ísland verði opnað fyrir flóttafólki frá Úkraínu og fleiri löndum. En gerir jafnfram kröfur á stjórnvöld að þau vakni og geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. Stjórn Samtaka leigjenda á íslandi krefst þess að nú þegar verði flutt til landsins hús til að mæta sárri og vaxandi þörf fjölskyldna fyrir öruggu og ódýru húsnæði. Að nú þegar verði hafin bygging á íbúðum til að slá á hina brýnu þörf. En stjórn Samtaka leigjenda gerir jafnfram þá kröfu á stjórnvöld að sett verði neyðarlög til að koma í veg fyrir að móttaka flóttafólks sprengi upp leiguverð, að sett verði án tafar þak á leigu og allar hækkanir á leigu verði stöðvaðar. Margir húseigendur bjóða nú íbúðir sínar fyrir flóttafólk og krefjast lítils ef nokkurs endurgjalds. Þetta eru hins vegar ekki hinir dæmigerðu leigusalar sem leigjendur á Íslandi eiga allt sitt undir. Þróun undanfarinna ára hefur sýnt og sannað að stærsti hluti leigusala nýtir öll tækifæri til að hækka leiguna og ná sem allra mestu af leigjendum sínum. Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist leigjendum, ekki gert neitt til að vernda þá fyrir þessu fólki.Nú er fyrirséð að þessir okrarar munu nýta sér hingaðkomu flóttafólks til að nýta sér enn betur hörmulega stöðu á húsnæðismarki til að auka við auð sinn. Það er frammi fyrir þeirri ógn sem stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi lýsir yfir neyðarástandi á leigumarkaði og hvetja stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn hið snarasta. F.h. stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert. Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi fagnar komu fólks frá Úkraínu til Íslands og hvetur stjórnvöld til að standa vel að móttöku þess, en margt bendir til að ráðafólk geri sér litla grein fyrir ábyrgð sinni. Því miður hegðar það sér eins og þarna sé ekki raunveruleg neyð á ferð heldur tilefni til auka persónlegar vinsældir sínar. Fólk á flótta þarf á stuðningi að halda umfram annað fólk. Eitt til tvö þúsund manns, fyrst og fremst konur og börn sem vita af eiginmönnum og feðrum á stríðssvæðum, þurfa mikla sálræna og félagslega umönnun, stjórnvöld þurfa í raun að byggja upp samfélagslegslega innviði í kringum þennan hóp til að draga sem mest úr skaða stríðs og áfalla. Cóvid faraldurinn afhjúpaði hversu veikt íslenskt heilbrigðiskerfi er vegna vanrækslu stjórnvalda. Ef heilbrigðisstarfsfólk hefði ekki fórnað sér hefði faraldurinn lagt heilbrigðiskerfið á hliðina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Aukin þörf fyrir heilbrigðisþjónustu vegna komu flóttafólks verður að mæta strax, áður en hryktir enn frekar í kerfinu og áður en fólk sem þarf nauðsynlega á þjónustunni að halda skaðast af bið eftir aðstoð sem aldrei kemur. “Þetta reddast” er íslenskt viðkvæði, lýsir kjarki úrræðagóðs fólks frammi fyrir vanda. En það reddast ekkert nema fólk bregðist við, geri eitthvað. Því miður hafa stjórnvöld sýnt aftur og aftur að þau varpa öllum vanda heilbrigðiskerfisins yfir starfsfólk og sjúklinga án þess að taka ábyrgð á sínum þætti, sem er að tryggja starfsfólkinu aðstæður svo það geti sinnt sjúklingunum. Stjórnvöld hafa að sama skapi komist upp með það áratugum saman að varpa byrðunum af óregluvæddum og stjórnlausum húsnæðismarkaði yfir á leigjendur. Samkvæmt mati Samtaka leigjenda greiða leigjendur í dag um 30 milljarða króna í ofgreidda leigu, það er okur sem er langt umfram allan kostnað leigusala. Þetta eru byrðar sem slengt er á ungt fólk, láglaunafólk, innflytjendur, öryrkja og aðra hópa á leigumarkaði, fólk sem flest stendur svo fjárhagslega veikt að það stenst ekki greiðslumat fjármálakerfsins. Byrðar sem eru afleiðingar af aðgerðarleysi stjórnvalda frammi fyrir stærsta einstaka vanda almennings í dag; óheyrilegum húsnæðiskostnaði sem étur upp ráðstöfunarfé fólks. Þetta aðgerðarleysi hefur skapað hættuástand á húsnæðismarkaði þar sem óprúttið fólk hefur nýtt sér veika stöðu samborgara sinna og þrýst upp bæði kaupverði og leigu á íbúðarhúsnæði. Fækkun ferðamanna vegna cóvid og brottför stórs hóps erlends farandverkafólks sem sinnti ferðaþjónustu náði ekki að draga úr hættunni sem leigjendur búa við. Andvaraleysi stjórnvalda frammi fyrir þessari hættu, sem birtist í stórkostlegum skorti á íbúðarhúsnæði nú þegar ferðaþjónustan er að taka við sér, mun leiða til enn frekara okurs á leigjendum og keyra lífskjör þeirra enn neðar. Þetta var fyrirsjáanlegt áður en rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. Það var hættuástand á leigumarkaði og fyrirséð að þar yrði neyðarástand ef stjórnvöld gripu ekki inn í. Með hingaðkomu flóttafólks er þetta neyðarástand orðið staðreynd. Og stjórnvöldum ber að bregðast við. Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi styður heilshugar að Ísland verði opnað fyrir flóttafólki frá Úkraínu og fleiri löndum. En gerir jafnfram kröfur á stjórnvöld að þau vakni og geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. Stjórn Samtaka leigjenda á íslandi krefst þess að nú þegar verði flutt til landsins hús til að mæta sárri og vaxandi þörf fjölskyldna fyrir öruggu og ódýru húsnæði. Að nú þegar verði hafin bygging á íbúðum til að slá á hina brýnu þörf. En stjórn Samtaka leigjenda gerir jafnfram þá kröfu á stjórnvöld að sett verði neyðarlög til að koma í veg fyrir að móttaka flóttafólks sprengi upp leiguverð, að sett verði án tafar þak á leigu og allar hækkanir á leigu verði stöðvaðar. Margir húseigendur bjóða nú íbúðir sínar fyrir flóttafólk og krefjast lítils ef nokkurs endurgjalds. Þetta eru hins vegar ekki hinir dæmigerðu leigusalar sem leigjendur á Íslandi eiga allt sitt undir. Þróun undanfarinna ára hefur sýnt og sannað að stærsti hluti leigusala nýtir öll tækifæri til að hækka leiguna og ná sem allra mestu af leigjendum sínum. Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist leigjendum, ekki gert neitt til að vernda þá fyrir þessu fólki.Nú er fyrirséð að þessir okrarar munu nýta sér hingaðkomu flóttafólks til að nýta sér enn betur hörmulega stöðu á húsnæðismarki til að auka við auð sinn. Það er frammi fyrir þeirri ógn sem stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi lýsir yfir neyðarástandi á leigumarkaði og hvetja stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn hið snarasta. F.h. stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar