Skóli fyrir alla? Jóhanna Pálsdóttir skrifar 11. mars 2022 19:00 Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Innflytjendamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun