Hver erum við? Sandra B. Franks skrifar 11. mars 2022 08:31 Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar