Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 21:01 Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01