Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. mars 2022 12:33 Sóttvarnalæknir segir að landsmenn þurfi að reyna að takmarka útbreiðsluna eins og hægt er. Vísir/Vilhelm Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fallið var frá öllum takmörkunum vegna Covid fyrir tæplega þremur vikum, þar á meðal reglum um einangrun og sóttkví, en áfram er útbreiðsla veirunnar mikil í samfélaginu. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna leggur mikla áherslu að geta sinnt nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. „Staðan er þó viðkvæm og má lítið út af bregða,“ segir í pistlinum en álagið skýrist af útbreiddu smiti í samfélaginu og þar með útbreiddum veikindum og fjölda innlagna vegna Covid auk þess sem fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna veikinda. Mæla enn með grímunotkun og persónubundnum sóttvörnum Sóttvarnalæknir segir nú mikilvægt að landsmenn vinni áfram að því að að hefta útbreiðsluna eins og hægt er, þrátt fyrir að engar takmarkanir séu í gildi. Þó lægra hlutfall veikist nú alvarlega heldur en áður geta alvarleg veikindi komið fram hjá öllum hópum, þar á meðal hraustum og bólusettum einstaklingum. „Þegar útbreiðslan er orðin eins mikil og raun ber vitni verður meiri fjöldi en áður alvarlega veikur og dauðsföllum fjölgar þrátt fyrir að hlutfallið af heildarfjölda smitaðra sé lægra en t.d. í delta bylgju eða áður en bóluefni komu fram,“ segir í pistlinum. Í ljósi þessa telur sóttvarnalæknir æskilegt að þeir sem greinast með veiruna og eru með einkenni haldi sig frá öðrum í að minnsta kosti fimm daga en ef umgengni er óhjákvæmileg þá sé rétt að smitaðir einstaklingar haldi sig í sem mestri fjarlægð frá öðrum og gæti persónubundinna sóttvarna. Þá þurfi allir að passa upp á sóttvarnir og tekur sóttvarnalæknir nokkur dæmi. Því ekki nota grímu í matvöruverslunum, almenningssamgöngum, á viðburðum þar sem koma saman stórir hópar þótt skiltin séu horfin víða? Því ekki hreinsa hendur áður en þú tekur í innkaupakerruna og þegar þú ert að ganga út úr versluninni með innkaupin? Því ekki nota allt rýmið í fundarherberginu eða veislusalnum? Þá ættu allir að passa sig sérstaklega vel í kringum aldraða og viðkvæma hópa. Þannig ætti fólk að forðast alla umgengni við viðkvæma einstaklinga ef einkenni eru til staðar og takmarka fjölda sem er í nánum samskiptum við viðkvæma hverju sinni, jafnvel þó einkenni séu ekki til staðar. 90 inniliggjandi á spítala Álagið er nú sérstaklega mikið á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og á Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Norðurlands og Austurlands. Að því er kemur fram á Covid.is eru nú 90 á sjúkrahúsi með Covid, þar af 77 á Landspítala, en sex eru á gjörgæslu. Karlmaður á legudeild með Covid lést á Landspítala í gær og hafa því 77 látist frá upphafi faraldursins vegna Covid. Dregið hefur verulega úr PCR sýnatökum og hraðpróf nú notuð í auknum mæli en jákvætt hlutfall hraðprófa er svipað og hlutfall PCR sýna áður. Hraðpróf eru þó með lakara næmi og því er líklegt að útbreiðslan sé meiri nú en áður. Samkvæmt Covid.is hafa nú tæplega 156 þúsund greinst smitaðir frá upphafi faraldursins, 42,3 prósent íbúa, en rúmlega 2.600 greindust til að mynda í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11