Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi Elísabet Hanna skrifar 9. mars 2022 16:31 Stanley Tucci er afar þakklátur fyrir lífið. Getty/Rich Polk Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn. Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira
Var lengi að fá greiningu Stanley sem er líklega þekktastur fyrir leik sinn í The Devil Wears Prada, Hunger Games, The Lovely Bones og Julie&Julia. Hann hafði áður komist í kynni við sjúkdóminn en hann missti fyrri eiginkonu sína Kate vegna brjóstakrabbameins árið 2009. Stanley hafði verið með mikla verki í kjálkanum í tvö ár áður en hann fékk greininguna. „Ég fór í myndatöku en meinið sást ekki. Og auðvitað þegar þú heldur að það sé eitthvað að ertu líka hræddur um að það sé eitthvað að.“ Hann greindist að lokum með þriggja sentimetra stórt æxli í tungunni sem var ekki hægt að skera í burtu og var mesta furða að það væri ekki búið að dreifa úr sér eftir allan þennan tíma. Eiginkona hans til tíu ára Felicity hjálpaði honum í gegnum veikindin.Getty/Jeff Spicer Meðferðin á meininu gekk vel Eftir greininguna undir fór hann í gegnum þrjátíu og fimm daga geislameðferð og lyfjameðferð í kjölfarið. Krabbameinið og meðferðirnar gerðu það að verkum að hann gat ekki borðað mat, bragðlaukarnir brengluðust og hann þurfti að nærast í gegnum slöngu. Í dag er hann aftur orðinn mikill matarunnandi rétt eins og fyrir veikindin og gladdist mikið þegar bragðlaukarnir komu til baka. Hann er meðal annars með sjónvarpsþættina Searching for Italy sem tengjast eldamennsku og hefur gefið út matreiðslubækur. „Fullkominn dagur hjá mér væri að fara á markaðinn, kaupa fullt af mat, byrja að elda og leika við krakkana. Svo myndi ég vilja bjóða fólki yfir í mat. Það fyrir mér væri frábær dagur,“ segir leikarinn sem er þakklátur fyrir lífið, fjölskylduna og mat. View this post on Instagram A post shared by Stanley Tucci (@stanleytucci) Systir Emily Blunt Eiginkona hans Felicity er systir leikkonunnar Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily sem bauð Stanley í brúðkaupið sitt eftir að þau urðu vinir við tökur á myndinni The Devil Wears Prada árið 2006 þar sem þau fóru bæði með stórleik. Í dag eiga hjónin saman tvö börn en fyrir átti hann þrjú eldri börn úr fyrra hjónabandinu með Kate. Eiginkona Stanley er Felicity Blunt sem er systir Emily Blunt. Stanley og Felicity kynntust í gegnum Emily.Getty/ Sylvain Gaboury
Hollywood Tengdar fréttir Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52 Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14 Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Sjá meira
Stanley Tucci drakk einn hrímaðan á Reykjavíkurflugvelli Staddur hér á landi vegna þáttanna Fortitude. 31. mars 2014 20:52
Önnur þáttaröð af Fortitude staðfest Þættirnir voru meðal annars teknir upp á Reyðarfirði og Íslendingur samdi tónlistina. 9. apríl 2015 10:14