Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 12:06 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, á samkomu hjá kirkjunni í febrúar. Smárakirkja Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, sendi fréttastofu fyrir hönd stjórnar Smárakirkju. Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Krossinn, nú Smárakirkju, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði á mánudag. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar. Umfjöllun Kompáss má sjá hér að neðan. „Hann lét mér líða eins og ég væri sérstök. Og misnotaði mig þar yfir heilt ár. En ég kærði, vann málið og hann var dæmdur.“ Í yfirlýsingu Smárakirkju segir að kynferðisbrotið hafi átt sér stað mánuðum eftir að hann hætti sem unglingaleiðtogi. Í kjölfar þess hafi Steinunn sett sig í samband við stjórn kirkjunnar og upplýst um samskipti sín við umræddan mann. Kirkjan hafi stutt við Steinunni með ráðum og dáð þar sem hún hafi verið hvött til að leita réttar síns og aðstoðar. Hafi kallað til þverkirkjulegt fagráð „Við kölluðum til þverkirkjulegt fagráð og fórum í einu og öllu eftir þeirra ráðleggingum. Formaður stjórnar Smárakirkju bar að eigin frumkvæði vitni fyrir dómi um hvar kynni þeirra hófust og dró engan fjöður yfir þann aðstöðumun sem var á milli þeirra við upphaf kynna. Þessar upplýsingar má nálgast í dómskjölum málsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er ekki hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð í samhengi við öfgafull dæmi af bandarískum ofbeldishreyfingum. Smárakirkja er íslensk fríkirkja og tilheyrir frjálsum kirkjum sem telja um 700 milljónir manna um heim allan. Samkomur kirkjunnar eru sýndar á netinu og þar má nálgast þann boðskap sem kirkjan hefur fram að færa.“ Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn gekk í Smárakirkju þegar hún var fimmtán ára gömul og varð þar fyrir alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi. Hún trúði því sjálf að hún væri syndug og verri en aðrir, enda með mölbrotna sjálfsmynd eftir dvöl sína.Vísir/Arnar „Unglingaleiðtoginn í kirkjunni tók mig í gólfið, knésetti mig og stóð ofan á maganum á mér til að reka út djöflana sem áttu að gera mig samkynhneigða. Hann sagðist sjá það í augunum á mér að það væru bara djöflar þarna inni,” sagði Steinunn. Smárakirkja sendi frá sér yfirlýsingu í morgun og svo uppfærða yfirlýsingu stundarfjórðungi síðar. Í þeirri fyrri sagði afdráttarlaust að kirkjan gerði engan greinarmun á litarhætti fólks. Til kirkjunnar sækti einnig fólk með húðflúr og kirkjan hefði ekkert út á það að setja. Fólk væri alls konar. Í uppfærðri yfirlýsingu segir að rétt sé að taka fram að viðhorf í kristnum kirkjum hafi tekið stakkaskiptum síðustu árin sem er vel og löngu orðið tímabært. Sigurbjörg ræddi starfið í Smárakirkju í Íslandi í dag árið 2014. Innslagið má sjá að neðan. „Með nýjum leiðtogum koma nýjar áherslur og segja má að ákveðin kynslóðaskipti hafi átt sér stað í fríkirkjum hér á landi á liðnum árum. Við undirrituð höfum lagt kapp okkar í að eyða út mismunun í kirkjulegu starfi enda hefur oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. Það er alveg ljóst að enn er hægt að bæta um betur og ásetjum við okkur að gera enn betur í framtíðinni.“ Fréttastofa óskaði bæði við vinnslu Kompáss á undanförnum vikum og aftur í dag, eftir að yfirlýsingarnar voru sendar fréttastofu, eftir viðtali við Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, forstöðumanns Smárakirkju. Sigurbjörg gaf í hvorugt skiptið kost á viðtali og vísaði til veikinda sinna, þar á meðal Covid-19. Að neðan má sjá predikun Sigríðar á samkomu hjá Smárakirkju fyrir fjórum vikum. Yfirlýsingu Smárakirkju í heild má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Smárakirkju vegna umfjöllunar Kompás Vegna umfjöllunar Kompás á Stöð 2 í vikunni vill stjórn Smárakirkju koma eftirfarandi á framfæri. Við fordæmum allt ofbeldi og stöndum fyrir kærleika og virðingu gagnvart öllum einstaklingum samfélagsins. Stétt, staða, litarháttur, aldur, kyn eða kynhneigð breyta þar engu um. Í fyrrnefndum þætti steig Steinunn Anna Radha fram og sagði sögu sína. Slíkar frásagnir ber að taka alvarlega og við hörmum mjög upplifun Steinunnar af veru hennar í unglingastarfi kirkjunnar. Það er jafnframt von okkar að hún fái alla þá aðstoð og bata sem hún þarf á að halda. Í kjölfar þáttarins er rétt að koma nokkrum staðreyndum á framfæri. Unglingaleiðtogi sem vísað er í umfjöllun sinnti störfum hjá kirkjunni í um þrjá mánuði. Honum var vísað úr þjónustu fyrir gamaldags og úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. Kynferðisbrot þess einstaklings gagnvart Steinunni átti sér stað mánuðum eftir að hann hætti sem unglingleiðtogi. Í kjölfar þess setti Steinunn sig í samband við stjórn kirkjunnar í lok árs 2015 og upplýsti okkur um samskipti sín umræddan mann. Kirkjan studdi við hana með ráðum og dáð þar sem hún var hvött til þess að leita réttar síns og aðstoðar. Við kölluðum til þverkirkjulegt fagráð og fórum í einu og öllu eftir þeirra ráðleggingum. Formaður stjórnar Smárakirkju bar að eigin frumkvæði vitni fyrir dómi um hvar kynni þeirra hófust og dró engan fjöður yfir þann aðstöðumun sem var á milli þeirra við upphaf kynna. Þessar upplýsingar má nálgast í dómskjölum málsins. Það er ekki hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð í samhengi við öfgafull dæmi af bandarískum ofbeldishreyfingum. Smárakirkja er íslensk fríkirkja og tilheyrir frjálsum kirkjum sem telja um 700 milljónir manna um heim allan. Samkomur kirkjunnar eru sýndar á netinu og þar má nálgast þann boðskap sem kirkjan hefur fram að færa. Þá er rétt að taka fram að viðhorf í kristnum kirkjum hafa tekið stakkaskiptum síðustu árin sem er vel og löngu orðið tímabært. Með nýjum leiðtogum koma nýjar áherslur og segja má að ákveðin kynslóðaskipti hafi átt sér stað í fríkirkjum hér á landi á liðnum árum. Við höfum lagt kapp okkar í að eyða út mismunun í kirkjulegu starfi enda hefur oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. Það er alveg ljóst að enn er hægt að bæta um betur. Virðingarfyllst, Stjórn Smárakirkju Kompás Trúmál Tengdar fréttir Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Boðið í húsnæði Smárakirkju og Krossgatna Fjárfestar vilja kaupa áfangaheimil og safnaðarheimilið að Hlíðarsmára 5-7. 31. mars 2016 13:00 Gunnar byrjar að predika eftir 4 ára hlé: „Það er þorsti eftir orði guðs“ Gunnar Þorsteinsson ákvað að byrja að predika á Facebook eftir hvatningu frá eiginkonu sinni. Hann segist velja umræðuefnið út frá því sem grípur hann hverju sinni en nú þegar hefur hann rætt sig, líf sitt, losta og fjölmiðla. 9. febrúar 2015 10:58 „Jafnvel samkynhneigðir eru að mæta á samkomur hjá okkur“ Sigubjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Smárakirkju, segir brottvikningu Gunnars Þorsteinssonar hluta af endurnýjun og upprisu safnaðarins. 6. júní 2014 13:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, sendi fréttastofu fyrir hönd stjórnar Smárakirkju. Steinunn Anna Radha gekk í sértrúarsöfnuðinn Krossinn, nú Smárakirkju, í kring um 2015 þá fimmtán ára gömul. Hún sagði sögu sína í umfjöllun Kompáss um sértrúarsöfnuði á mánudag. Hún var beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af unglingastarfsleiðtoga. Hann bauð Steinunni reglulega heim til sín og braut á henni þar. Umfjöllun Kompáss má sjá hér að neðan. „Hann lét mér líða eins og ég væri sérstök. Og misnotaði mig þar yfir heilt ár. En ég kærði, vann málið og hann var dæmdur.“ Í yfirlýsingu Smárakirkju segir að kynferðisbrotið hafi átt sér stað mánuðum eftir að hann hætti sem unglingaleiðtogi. Í kjölfar þess hafi Steinunn sett sig í samband við stjórn kirkjunnar og upplýst um samskipti sín við umræddan mann. Kirkjan hafi stutt við Steinunni með ráðum og dáð þar sem hún hafi verið hvött til að leita réttar síns og aðstoðar. Hafi kallað til þverkirkjulegt fagráð „Við kölluðum til þverkirkjulegt fagráð og fórum í einu og öllu eftir þeirra ráðleggingum. Formaður stjórnar Smárakirkju bar að eigin frumkvæði vitni fyrir dómi um hvar kynni þeirra hófust og dró engan fjöður yfir þann aðstöðumun sem var á milli þeirra við upphaf kynna. Þessar upplýsingar má nálgast í dómskjölum málsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er ekki hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð í samhengi við öfgafull dæmi af bandarískum ofbeldishreyfingum. Smárakirkja er íslensk fríkirkja og tilheyrir frjálsum kirkjum sem telja um 700 milljónir manna um heim allan. Samkomur kirkjunnar eru sýndar á netinu og þar má nálgast þann boðskap sem kirkjan hefur fram að færa.“ Steinunn Anna sagði fordóma gegn samkynhneigð og ótta við syndina alltumlykjandi í Smárakirkju. Hún er sjálf samkynhneigð og því hafi verið tekið mjög illa innan kirkjunnar. Fyrrnefndur unglingaleiðtogi kom þar líka við sögu. Steinunn gekk í Smárakirkju þegar hún var fimmtán ára gömul og varð þar fyrir alvarlegu og ítrekuðu ofbeldi. Hún trúði því sjálf að hún væri syndug og verri en aðrir, enda með mölbrotna sjálfsmynd eftir dvöl sína.Vísir/Arnar „Unglingaleiðtoginn í kirkjunni tók mig í gólfið, knésetti mig og stóð ofan á maganum á mér til að reka út djöflana sem áttu að gera mig samkynhneigða. Hann sagðist sjá það í augunum á mér að það væru bara djöflar þarna inni,” sagði Steinunn. Smárakirkja sendi frá sér yfirlýsingu í morgun og svo uppfærða yfirlýsingu stundarfjórðungi síðar. Í þeirri fyrri sagði afdráttarlaust að kirkjan gerði engan greinarmun á litarhætti fólks. Til kirkjunnar sækti einnig fólk með húðflúr og kirkjan hefði ekkert út á það að setja. Fólk væri alls konar. Í uppfærðri yfirlýsingu segir að rétt sé að taka fram að viðhorf í kristnum kirkjum hafi tekið stakkaskiptum síðustu árin sem er vel og löngu orðið tímabært. Sigurbjörg ræddi starfið í Smárakirkju í Íslandi í dag árið 2014. Innslagið má sjá að neðan. „Með nýjum leiðtogum koma nýjar áherslur og segja má að ákveðin kynslóðaskipti hafi átt sér stað í fríkirkjum hér á landi á liðnum árum. Við undirrituð höfum lagt kapp okkar í að eyða út mismunun í kirkjulegu starfi enda hefur oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. Það er alveg ljóst að enn er hægt að bæta um betur og ásetjum við okkur að gera enn betur í framtíðinni.“ Fréttastofa óskaði bæði við vinnslu Kompáss á undanförnum vikum og aftur í dag, eftir að yfirlýsingarnar voru sendar fréttastofu, eftir viðtali við Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, forstöðumanns Smárakirkju. Sigurbjörg gaf í hvorugt skiptið kost á viðtali og vísaði til veikinda sinna, þar á meðal Covid-19. Að neðan má sjá predikun Sigríðar á samkomu hjá Smárakirkju fyrir fjórum vikum. Yfirlýsingu Smárakirkju í heild má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Smárakirkju vegna umfjöllunar Kompás Vegna umfjöllunar Kompás á Stöð 2 í vikunni vill stjórn Smárakirkju koma eftirfarandi á framfæri. Við fordæmum allt ofbeldi og stöndum fyrir kærleika og virðingu gagnvart öllum einstaklingum samfélagsins. Stétt, staða, litarháttur, aldur, kyn eða kynhneigð breyta þar engu um. Í fyrrnefndum þætti steig Steinunn Anna Radha fram og sagði sögu sína. Slíkar frásagnir ber að taka alvarlega og við hörmum mjög upplifun Steinunnar af veru hennar í unglingastarfi kirkjunnar. Það er jafnframt von okkar að hún fái alla þá aðstoð og bata sem hún þarf á að halda. Í kjölfar þáttarins er rétt að koma nokkrum staðreyndum á framfæri. Unglingaleiðtogi sem vísað er í umfjöllun sinnti störfum hjá kirkjunni í um þrjá mánuði. Honum var vísað úr þjónustu fyrir gamaldags og úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. Kynferðisbrot þess einstaklings gagnvart Steinunni átti sér stað mánuðum eftir að hann hætti sem unglingleiðtogi. Í kjölfar þess setti Steinunn sig í samband við stjórn kirkjunnar í lok árs 2015 og upplýsti okkur um samskipti sín umræddan mann. Kirkjan studdi við hana með ráðum og dáð þar sem hún var hvött til þess að leita réttar síns og aðstoðar. Við kölluðum til þverkirkjulegt fagráð og fórum í einu og öllu eftir þeirra ráðleggingum. Formaður stjórnar Smárakirkju bar að eigin frumkvæði vitni fyrir dómi um hvar kynni þeirra hófust og dró engan fjöður yfir þann aðstöðumun sem var á milli þeirra við upphaf kynna. Þessar upplýsingar má nálgast í dómskjölum málsins. Það er ekki hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð í samhengi við öfgafull dæmi af bandarískum ofbeldishreyfingum. Smárakirkja er íslensk fríkirkja og tilheyrir frjálsum kirkjum sem telja um 700 milljónir manna um heim allan. Samkomur kirkjunnar eru sýndar á netinu og þar má nálgast þann boðskap sem kirkjan hefur fram að færa. Þá er rétt að taka fram að viðhorf í kristnum kirkjum hafa tekið stakkaskiptum síðustu árin sem er vel og löngu orðið tímabært. Með nýjum leiðtogum koma nýjar áherslur og segja má að ákveðin kynslóðaskipti hafi átt sér stað í fríkirkjum hér á landi á liðnum árum. Við höfum lagt kapp okkar í að eyða út mismunun í kirkjulegu starfi enda hefur oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. Það er alveg ljóst að enn er hægt að bæta um betur. Virðingarfyllst, Stjórn Smárakirkju
Yfirlýsing frá Smárakirkju vegna umfjöllunar Kompás Vegna umfjöllunar Kompás á Stöð 2 í vikunni vill stjórn Smárakirkju koma eftirfarandi á framfæri. Við fordæmum allt ofbeldi og stöndum fyrir kærleika og virðingu gagnvart öllum einstaklingum samfélagsins. Stétt, staða, litarháttur, aldur, kyn eða kynhneigð breyta þar engu um. Í fyrrnefndum þætti steig Steinunn Anna Radha fram og sagði sögu sína. Slíkar frásagnir ber að taka alvarlega og við hörmum mjög upplifun Steinunnar af veru hennar í unglingastarfi kirkjunnar. Það er jafnframt von okkar að hún fái alla þá aðstoð og bata sem hún þarf á að halda. Í kjölfar þáttarins er rétt að koma nokkrum staðreyndum á framfæri. Unglingaleiðtogi sem vísað er í umfjöllun sinnti störfum hjá kirkjunni í um þrjá mánuði. Honum var vísað úr þjónustu fyrir gamaldags og úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. Kynferðisbrot þess einstaklings gagnvart Steinunni átti sér stað mánuðum eftir að hann hætti sem unglingleiðtogi. Í kjölfar þess setti Steinunn sig í samband við stjórn kirkjunnar í lok árs 2015 og upplýsti okkur um samskipti sín umræddan mann. Kirkjan studdi við hana með ráðum og dáð þar sem hún var hvött til þess að leita réttar síns og aðstoðar. Við kölluðum til þverkirkjulegt fagráð og fórum í einu og öllu eftir þeirra ráðleggingum. Formaður stjórnar Smárakirkju bar að eigin frumkvæði vitni fyrir dómi um hvar kynni þeirra hófust og dró engan fjöður yfir þann aðstöðumun sem var á milli þeirra við upphaf kynna. Þessar upplýsingar má nálgast í dómskjölum málsins. Það er ekki hægt að skilgreina Smárakirkju sem sértrúarsöfnuð í samhengi við öfgafull dæmi af bandarískum ofbeldishreyfingum. Smárakirkja er íslensk fríkirkja og tilheyrir frjálsum kirkjum sem telja um 700 milljónir manna um heim allan. Samkomur kirkjunnar eru sýndar á netinu og þar má nálgast þann boðskap sem kirkjan hefur fram að færa. Þá er rétt að taka fram að viðhorf í kristnum kirkjum hafa tekið stakkaskiptum síðustu árin sem er vel og löngu orðið tímabært. Með nýjum leiðtogum koma nýjar áherslur og segja má að ákveðin kynslóðaskipti hafi átt sér stað í fríkirkjum hér á landi á liðnum árum. Við höfum lagt kapp okkar í að eyða út mismunun í kirkjulegu starfi enda hefur oft hallað á hlut bæði kvenna og samkynhneigðra. Það er alveg ljóst að enn er hægt að bæta um betur. Virðingarfyllst, Stjórn Smárakirkju
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Boðið í húsnæði Smárakirkju og Krossgatna Fjárfestar vilja kaupa áfangaheimil og safnaðarheimilið að Hlíðarsmára 5-7. 31. mars 2016 13:00 Gunnar byrjar að predika eftir 4 ára hlé: „Það er þorsti eftir orði guðs“ Gunnar Þorsteinsson ákvað að byrja að predika á Facebook eftir hvatningu frá eiginkonu sinni. Hann segist velja umræðuefnið út frá því sem grípur hann hverju sinni en nú þegar hefur hann rætt sig, líf sitt, losta og fjölmiðla. 9. febrúar 2015 10:58 „Jafnvel samkynhneigðir eru að mæta á samkomur hjá okkur“ Sigubjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Smárakirkju, segir brottvikningu Gunnars Þorsteinssonar hluta af endurnýjun og upprisu safnaðarins. 6. júní 2014 13:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Boðið í húsnæði Smárakirkju og Krossgatna Fjárfestar vilja kaupa áfangaheimil og safnaðarheimilið að Hlíðarsmára 5-7. 31. mars 2016 13:00
Gunnar byrjar að predika eftir 4 ára hlé: „Það er þorsti eftir orði guðs“ Gunnar Þorsteinsson ákvað að byrja að predika á Facebook eftir hvatningu frá eiginkonu sinni. Hann segist velja umræðuefnið út frá því sem grípur hann hverju sinni en nú þegar hefur hann rætt sig, líf sitt, losta og fjölmiðla. 9. febrúar 2015 10:58
„Jafnvel samkynhneigðir eru að mæta á samkomur hjá okkur“ Sigubjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Smárakirkju, segir brottvikningu Gunnars Þorsteinssonar hluta af endurnýjun og upprisu safnaðarins. 6. júní 2014 13:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent