Auðugir Rússar eru aufúsugestir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. mars 2022 14:02 Fjölmargir Rússar eiga lystisnekkjur á Marbella. Myndin tengist fréttinni ekki beint. KEN WELSH/GETTY Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli. Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa. Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa.
Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira