Auðugir Rússar eru aufúsugestir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. mars 2022 14:02 Fjölmargir Rússar eiga lystisnekkjur á Marbella. Myndin tengist fréttinni ekki beint. KEN WELSH/GETTY Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli. Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa. Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Marbella er paradís milljarðamæringanna á Spáni. Og reyndar er Marbella líka paradís glæpamanna og glæpasamtaka á Spáni, enda fer þetta tvennt reyndar stundum saman; að vera glæpamaður og milljarðamæringur. Til dæmis þegar kemur að Rússum búsettum á Marbella. Á þriðja þúsund Rússa er búsett á Marbella. Þeir eru taldir eiga um 10% af öllum lúxusvillunum á svæðinu, þeir eiga lúxussnekkjur sem kosta milljarða króna og þeir ferðast eins og pendúll á milli Costa del Sol og Moskvu, þangað til stríðið í Úkraínu stöðvaði flugsamgöngur þar á milli. Illa fengið fé? Spænsk stjórnvöld hefur lengi grunað að stór hluti hinna rússnesku fjármuna sem leika lausum hala á Marbella séu peningar frá rússnesku mafíunni. Talsmenn lögreglunnar segja að rússnesk stjórnvöld sýni engan vilja til samvinnu og veiti engar upplýsingar um uppruna hins rússneska auðs. Þeir segja að rússneskir glæpamenn á Marbella stundi aðallega eiturlyfjasmygl og -sölu og peningaþvætti í stórum stíl. Spænska lögreglan hefur á síðustu árum gert nokkrar atlögur að rússneskri glæpastarfsemi. Síðast fyrir fimm árum þegar rússneskur eigandi og forseti fótboltaliðsins Marbella var handtekinn grunaður um að starfa fyrir rússnesku mafíuna. Í sömu aðgerð voru 10 Rússar til viðbótar handteknir, margir grunaðir um að vera háttsettir innan rússnesku mafíunnar. Jón og séra Jón Engu að síður hafa Rússar verið aufúsugestir á Spáni mörg síðastliðin ár, rétt eins og víðar á Vesturlöndum. Með þeim kemur jú sandur af seðlum og þá virðast stjórnvöld, líka á Vesturlöndum, gjarnan horfa í gegnum fingur sér hvort peningurinn sé illa fenginn. Allt er þetta í napurri og dapurlegri andstöðu við þær móttökur sem úkraínskir flóttamenn hafa fengið hér á Spáni allt frá árinu 2014 þegar Rússar réðust inn í og innlimuðu Krímskaga. Síðan þá hafa 15.000 Úkraínumenn leitað hælis hér á Spáni, einungis 1% þeirra hefur fengið hæli, allir hinir hafa fengið synjun eða er hreinlega ekki svarað og margir eru hér í felum og búa við sult og seyru. Þeir eru nefnilega ekki auðugir Rússar, heldur venjulegt úkraínsk fólk að flýja ofríki Rússa.
Spánn Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira