Menningin veitir von þegar kreppir að Helen Sildna skrifar 4. mars 2022 10:31 Úkraínskur kollegi sendi mér þessi skilaboð: „Flestir tónlistarmenn eru í fremstu víglínu í augnablikinu. Ég hef það gott í neðanjarðarbyrgi. Við þurfum stuðning alþjóðlega menningargeirans við að vernda landið okkar núna.“ Rússneskur vinur minn sendi mér þessi skilaboð: „Ég er ekki neitt lengur. Ég rak tvær tónlistarhátíðir og ég var með teymi í kringum mig. Við unnum að því að koma á menningartengslum við Evrópu. Við áttuðum okkur á því að það var ekki nóg að vinna í Moskvu og Pétursborg þannig að við vorum nýbyrjuð að vinna í smærri borgum en við gerðum greinilega ekki nóg. Nú þarf enginn á mér að halda lengur. Ég skammast mín bara fyrir rússnesk yfirvöld og vona að börnunum okkar verði fyrirgefið.” Þetta eru tvö dæmi um samtöl við vini og samstarfsmenn undanfarna daga. Ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla angist. Ég hef aldrei upplifað stríð með þessum hætti. Ég fæddist inn í fjölskyldu tónlistarmanna. Bæði Sinfóníuhljómsveit Eistlands sem faðir minn starfaði við og Þjóðaróperan þar sem móðir mín starfaði tilheyrðu Sovétríkjunum þegar þau byrjuðu að vinna þar og fáir gátu farið til útlanda á þeim tíma. Þegar tónlistarmenn fengu að fara til Helsinki eða Parísar þurftu þeir að ferðast í hópum og það var fylgst með þeim hvert fótmál. Samt sem áður tóku þessir listamenn áhættuna á að smygla bréfum í ferðatöskunni sinni og afhentu ættingjum eða kunningjum erlendis til að koma skilaboðum til Vesturlanda. Bréfin voru til marks um frelsisvilja sem dreif andspyrnuhreyfinguna áfram. Fulltrúaráð skapandi greina var stofnað í Eistlandi árið 1988 og listamenn leiddu breytingar. Menningin var miðillinn sem kom á framfæri duldum skilaboðum til næmra viðtakanda. Í gegnum listina lærðum við að lesa á milli línanna. Við gátum komið mikilvægum skilaboðum áleiðs til Vesturlanda og til andófsmanna víðsvegar um Sovétríkin. Nú eru breyttir tímar og staðan er önnur. En leiktjaldið er fallið. Í Rússlandi eru flestir fjölmiðlar lokaðir eða undir stjórn yfirvalda. Aðgangur almennings að samfélagsmiðlum er takmarkaður og engin ferðalög eru í gangi. Við sjáum hryllinginn sem er að gerast í Úkraínu í heimsfjölmiðlum. En upplýsingar um það sem er að gerast hjá rússneskum borgurum eru af skornum skammti. Þúsundir borgara í nær 50 borgum hafa mótmælt á götum úti síðan 24. febrúar sl. Þeir verða fyrir kylfum lögreglu á hverjum degi, eru sektaðir og hótað. Sautján þúsund listamenn í Rússlandi hafa skrifað undir opinbera áskorun þar sem stjórnvöld eru hvött til að binda endi á stríðsátökin. Á sama tíma fordæma þeir innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014 og lygum stjórnvalda. Yfir milljón Rússar hafa skrifað undir opinbera áskorun á yfirvöld. Hvað getum við gert? Við styðjum auðvitað Úkraínu á allan hátt! En eigum við líka að halda sambandi við almenning í Rússlandi? Viðskiptaþvinganir og viðurlög við framgangi rússneskra stjórnvalda eru nauðsynleg. Það er sjálfgefið að hætta hvers kyns stofnanasamstarfi. Það er óviðeigandi að stjarna Rússa skíni á alþjóðavettvangi sem stendur. En ákveðnir kimar menningarsamstarfs þurfa að fá að vera í höndum greinanna sjálfra. Frelsinu fylgir auðvitað ábyrgð en að deila reynslu og ólíkum sjónarmiðum með samstarfsfólki er dýrmætt. Ég finn líka fyrir ábyrgð gagnvart öðrum Evrópulöndum. Ég held að eistneska þjóðin og þar með talin við sem vinum í menningargeiranum séum í einstakri stöðu til að útskýra ástandið fyrir heiminum. Við getum veitt upplýsingar um hvernig hægt ert að styðja Úkraínu en um leið útskýrt það sem fram fer í Rússlandi. Þetta stríð varðar okkur öll. Það veitir heiminum von að andófsmenn í Rússlandi eru á götum úti að láta í sér heyra. Með því að halda samskiptunum opnum við þetta fólk getum við reitt okkur á áreiðanlegar heimildir frá þeim og fengið mikilvægar upplýsingar sem rússnesk yfirvöld reyna að fela fyrir okkur. Það var það sem gerðist á 9. áratugnum í Eistlandi. Það var fólkið í menningargeiranum sem kom skilaboðum til heimsins. Við getum ekki boðið rússneskum listamönnum til okkar sem stendur en ég vona að það verði hægt að taka upp þráðinn aftur þegar átökum linnir. Við eigum öll kollega og vini sem við getum horft í augun á og átt einlæg samtöl við þar sem hjörtu okkar slá í takt. Hættan er sú að einangrunin sem hlýst af því að banna listamönnum að koma á hátíðirnar okkar veiki þessa vini okkar og ræni þá voninni. Mig langar að við sem störfum í okkar geira séum skilningsrík og styðjum hvort annað. Til þess að veita löndum okkar innblástur þá þurfum við sjálf að vera sterk. Heimsfaraldurinn hefur tekið sinn toll og nú bætist þessi krísa við. Það minnsta sem við getum gert er að styðja hvort annað. Tölum saman í stað þess að fordæma. Sýnum samkennd og þolinmæði svo við tökum eftir blæbrigðunum. Eistar vita betur en flestir að menningin skiptir máli þegar það gefur á bátinn. Að ígrunda, skapa merkingu og eiga í vitrænum samskiptum. Tökum saman höndum og tengjumst. Vörpum ljósi á það sem verið er að fela. Höldum utanum um hvort annað og veitum von. Höfundur er framkvæmdastjóri Tallinn Music Week og Station Narva í Eistlandi Greinin var birt sem skoðun í menningarblaðinu Sirp í Eislandi í dag. Við birtum hér þýðingu sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir vann með Páli Ragnari Pálssyni og Tui Hirv. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Menning Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Úkraínskur kollegi sendi mér þessi skilaboð: „Flestir tónlistarmenn eru í fremstu víglínu í augnablikinu. Ég hef það gott í neðanjarðarbyrgi. Við þurfum stuðning alþjóðlega menningargeirans við að vernda landið okkar núna.“ Rússneskur vinur minn sendi mér þessi skilaboð: „Ég er ekki neitt lengur. Ég rak tvær tónlistarhátíðir og ég var með teymi í kringum mig. Við unnum að því að koma á menningartengslum við Evrópu. Við áttuðum okkur á því að það var ekki nóg að vinna í Moskvu og Pétursborg þannig að við vorum nýbyrjuð að vinna í smærri borgum en við gerðum greinilega ekki nóg. Nú þarf enginn á mér að halda lengur. Ég skammast mín bara fyrir rússnesk yfirvöld og vona að börnunum okkar verði fyrirgefið.” Þetta eru tvö dæmi um samtöl við vini og samstarfsmenn undanfarna daga. Ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla angist. Ég hef aldrei upplifað stríð með þessum hætti. Ég fæddist inn í fjölskyldu tónlistarmanna. Bæði Sinfóníuhljómsveit Eistlands sem faðir minn starfaði við og Þjóðaróperan þar sem móðir mín starfaði tilheyrðu Sovétríkjunum þegar þau byrjuðu að vinna þar og fáir gátu farið til útlanda á þeim tíma. Þegar tónlistarmenn fengu að fara til Helsinki eða Parísar þurftu þeir að ferðast í hópum og það var fylgst með þeim hvert fótmál. Samt sem áður tóku þessir listamenn áhættuna á að smygla bréfum í ferðatöskunni sinni og afhentu ættingjum eða kunningjum erlendis til að koma skilaboðum til Vesturlanda. Bréfin voru til marks um frelsisvilja sem dreif andspyrnuhreyfinguna áfram. Fulltrúaráð skapandi greina var stofnað í Eistlandi árið 1988 og listamenn leiddu breytingar. Menningin var miðillinn sem kom á framfæri duldum skilaboðum til næmra viðtakanda. Í gegnum listina lærðum við að lesa á milli línanna. Við gátum komið mikilvægum skilaboðum áleiðs til Vesturlanda og til andófsmanna víðsvegar um Sovétríkin. Nú eru breyttir tímar og staðan er önnur. En leiktjaldið er fallið. Í Rússlandi eru flestir fjölmiðlar lokaðir eða undir stjórn yfirvalda. Aðgangur almennings að samfélagsmiðlum er takmarkaður og engin ferðalög eru í gangi. Við sjáum hryllinginn sem er að gerast í Úkraínu í heimsfjölmiðlum. En upplýsingar um það sem er að gerast hjá rússneskum borgurum eru af skornum skammti. Þúsundir borgara í nær 50 borgum hafa mótmælt á götum úti síðan 24. febrúar sl. Þeir verða fyrir kylfum lögreglu á hverjum degi, eru sektaðir og hótað. Sautján þúsund listamenn í Rússlandi hafa skrifað undir opinbera áskorun þar sem stjórnvöld eru hvött til að binda endi á stríðsátökin. Á sama tíma fordæma þeir innlimun Krímskaga í Rússland árið 2014 og lygum stjórnvalda. Yfir milljón Rússar hafa skrifað undir opinbera áskorun á yfirvöld. Hvað getum við gert? Við styðjum auðvitað Úkraínu á allan hátt! En eigum við líka að halda sambandi við almenning í Rússlandi? Viðskiptaþvinganir og viðurlög við framgangi rússneskra stjórnvalda eru nauðsynleg. Það er sjálfgefið að hætta hvers kyns stofnanasamstarfi. Það er óviðeigandi að stjarna Rússa skíni á alþjóðavettvangi sem stendur. En ákveðnir kimar menningarsamstarfs þurfa að fá að vera í höndum greinanna sjálfra. Frelsinu fylgir auðvitað ábyrgð en að deila reynslu og ólíkum sjónarmiðum með samstarfsfólki er dýrmætt. Ég finn líka fyrir ábyrgð gagnvart öðrum Evrópulöndum. Ég held að eistneska þjóðin og þar með talin við sem vinum í menningargeiranum séum í einstakri stöðu til að útskýra ástandið fyrir heiminum. Við getum veitt upplýsingar um hvernig hægt ert að styðja Úkraínu en um leið útskýrt það sem fram fer í Rússlandi. Þetta stríð varðar okkur öll. Það veitir heiminum von að andófsmenn í Rússlandi eru á götum úti að láta í sér heyra. Með því að halda samskiptunum opnum við þetta fólk getum við reitt okkur á áreiðanlegar heimildir frá þeim og fengið mikilvægar upplýsingar sem rússnesk yfirvöld reyna að fela fyrir okkur. Það var það sem gerðist á 9. áratugnum í Eistlandi. Það var fólkið í menningargeiranum sem kom skilaboðum til heimsins. Við getum ekki boðið rússneskum listamönnum til okkar sem stendur en ég vona að það verði hægt að taka upp þráðinn aftur þegar átökum linnir. Við eigum öll kollega og vini sem við getum horft í augun á og átt einlæg samtöl við þar sem hjörtu okkar slá í takt. Hættan er sú að einangrunin sem hlýst af því að banna listamönnum að koma á hátíðirnar okkar veiki þessa vini okkar og ræni þá voninni. Mig langar að við sem störfum í okkar geira séum skilningsrík og styðjum hvort annað. Til þess að veita löndum okkar innblástur þá þurfum við sjálf að vera sterk. Heimsfaraldurinn hefur tekið sinn toll og nú bætist þessi krísa við. Það minnsta sem við getum gert er að styðja hvort annað. Tölum saman í stað þess að fordæma. Sýnum samkennd og þolinmæði svo við tökum eftir blæbrigðunum. Eistar vita betur en flestir að menningin skiptir máli þegar það gefur á bátinn. Að ígrunda, skapa merkingu og eiga í vitrænum samskiptum. Tökum saman höndum og tengjumst. Vörpum ljósi á það sem verið er að fela. Höldum utanum um hvort annað og veitum von. Höfundur er framkvæmdastjóri Tallinn Music Week og Station Narva í Eistlandi Greinin var birt sem skoðun í menningarblaðinu Sirp í Eislandi í dag. Við birtum hér þýðingu sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir vann með Páli Ragnari Pálssyni og Tui Hirv.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun