Syngja fyrir Úkraínu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 21:39 Fólk mæti klukkan 8.55 í Túngötu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. „Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
„Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35