Sport

Dagskráin í dag: Raf- og boltaíþróttir

Atli Arason skrifar
Frank Lampard og lærisveinar hans í Everton taka á móti Boreham í FA bikarnum. 
Frank Lampard og lærisveinar hans í Everton taka á móti Boreham í FA bikarnum.  Getty Images

Það eru alls 10 útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag í öllum helstu íþróttagreinunum.

Stöð 2 Golf

Magical Kenya Open á evrópsku mótaröðinni hefst á morgun og Stöð 2 Golf verður með beina útsendingu af mótinu frá klukkan 10.00. Svo tekur við Puerto Rico Open klukkan 15.00 og því næst Arnold Palmer Invitational klukkan 19.00. HSBC heimsmótaröðin á LPGA fer svo aftur af stað stuttu eftir miðnætti, klukkan 02.30.

Stöð 2 Sport

Olís-deild karla í handbolta verður í fyrirrúmi á Stöð 2 Sport. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 17.50 og viðureign Vals og Stjörnunnar er klukkan 19.45.

Stöð 2 Sport 2

Hinn elsti og virtasti, enski FA bikarinn verður á Stöð 2 Sport. Dregið verðu í 8-liða úrslitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 og strax í kjölfarið er sýnd viðureign Everton og Boreham í 16-liða úrslitum, eða klukkan 20.05.

Stöð 2 Sport 4

Subway-deild karla í körfubolta er á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 19.20 hefst útsending á leik Breiðabliks og Njarðvík, í beinni frá Smáranum í Kópavogi.

Stöð 2 eSport

Frís, Framhaldskólaleikar Rafíþróttasamtaka Íslands heldur áfram á Stöð 2 eSport klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×