Stækkum Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2022 15:01 Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi. Ég vil starfa með víðsýnu fólki með skýra pólitíska sýn fyrir fólkið í borginni. Ég vil tala fyrir ábyrgri stefnu sem mætir áskorunum samtímans af hugrekki, hlustar á vanda fólks af hlýju og leitar eftir hugmyndum að lausnum hjá þeim sem best þekkja verkefnin. Ég vil vinna að því að einfalda flókin kerfi og gera þau gagnsærri og mannlegri því þannig þjóna þau best þörfum fólk eins og þeim er ætlað. Þættirnir Verbúðin eru okkur flestum hugleiknir um þessar mundir. Galdur Verbúðarinnar tel ég að miklu leyti falinn í því að hver einasti rammi og hljóðmynd ber vott um aðkomu fjölda fólks en ekki eins snillings. Fókusinn er ekki aðeins á að það sem er mest áberandi eða á frægasta leikarann heldur sýnir heildarmyndin mikla vinnu fjölda ólíkra einstaklinga sem vinna að sama markmiði – það er að búa til innihaldsríkt og áhrifamikið verk sem þau trúa á. Við eigum mörg fleiri dæmi um slíkt verk í kringum okkur þótt stundum skorti okkur næmni til að koma auga á þau. Dæmin geta verið leikskóli sem skilar hamingjusömum og forvitnum börnum út í grunnskólana, íþrótta- og tómstundastarf sem byggir upp sjálfstraust og lífsgleði þeirra sem það stunda nú eða fyrirtæki sem skiptir hverfið sem það starfar í miklu máli og skapar þannig góðan brag og umtal. Hver einstaklingur og verk hans skiptir máli og samvinna og gagnkvæm virðing getur skilað samfélaginu einhverju stórkostlegu. Almannahagsmunir alltaf alls staðar Við í Viðreisn viljum að almannahagur sé alls staðar hafður að leiðarljósi en ekki sérhagsmunir. Við viljum samtal og samvinnu við önnur sveitarfélög um mál eins og almenningssamgöngur og uppbyggingu félagslegs húsnæðis því þannig er verkefnum er best tryggt brautargengi. Við viljum styðja við framtak einstaklinga og sjá til þess að hverri manneskju séu tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína – því við vitum að það er í þágu samfélagsins alls og framtíðarinnar. Við viljum að stjórnsýslan hafi skýra og gegnsæja umgjörð um starfsemi í borgarinnar þannig kraftar starfsfólks borgarinnar nýtist sem best. Við viljum samfélag þar sem ungt fólk hefur aðgang að öruggu húsnæði. Við viljum skóla sem setja velferð barna í öndvegi og leggja áherslu á að athygli og verkefni kennarans snúist fyrst og fremst um þau, við viljum að gætt sé að því að byggja upp innviði í hverfum þannig að fólk þurfi ekki að fara um langan veg eftir þjónustu, að við getum öll nýtt sér almenningssamgöngur og gætt sé að því að fær leið sé að stoppistöðvum. Við viljum samfélag þar sem börn geta vaxið áhyggjulaus úr grasi og jafnvægi ríkir milli vinnu og heimilis. Við viljum starfsfólk sem er treyst til að leysa verkefni sín í þágu borgarbúa á sem bestan hátt en taki ekki við stöðugum stefnum að ofan frá fólki sem er mun fjarlægara verkefnunum. Við vitum að þannig sýnum við öllum störfum þá virðingu sem þau eiga skilið, færum þeim sem þiggur þjónustuna frekari áhrif, drögum úr sóun en aukum skilvirkni og starfsgleði. Sé virðing borin fyrir hverju starfi og sá sem það vinnur fái að hafa eitthvað um það að segja, þá fæst besta útkoman. Við í Viðreisn vitum að frelsi fylgir ábyrgð og um leið að við vinnum að því að tryggja fólki tækifæri verður það til að auka tækifæri annarra. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess hef ég reynslu, þor og pólitíska sýn. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun