Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi, vilja leiða lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þær Hildur og Ragnhildur Alda mætast í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag.
Þá sækjast varaþingmennirnir Friðjón R. Friðjónsson og Kjartan Magnússon eftir öðru sæti á listanum, auk Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa. Birna Hafstein og Þorkell Sigurlaugsson sækjast síðan eftir öðru til þriðja sæti á listanum.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram dagana 18. og 19. mars næstkomandi.
Lista yfir alla frambjóðendur má finna hér fyrir neðan.
- Baldur Borgþórsson
- Birna Hafstein
- Björn Gíslason
- Egill Þór Jónsson
- Friðjón R. Friðjónsson
- Heiða Bergþóra Þórðardóttir
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helgi Áss Grétarsson
- Herdís Anna Þorvaldsdóttir
- Hildur Björnsdóttir
- Ingibjörg Gréta Gísladóttir
- Jórunn Pála Jónasdóttir
- Kjartan Magnússon
- Marta Guðjónsdóttir
- Nína Margrét Grímsdóttir
- Ólafur Kr. Guðmundsson
- Ragnheiður J. Sverrisdóttir
- Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
- Róbert Aron Magnússon
- Sandra Hlíf Ocares
- Valgerður Sigurðardóttir
- Viðar Helgi Guðjohnsen
- Þorkell Sigurlaugsson
- Þórður Gunnarsson
- Þórður Kristjánsson
- Örn Þórðarson