Skoðun

Ljóð á móti byssum

Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar

Stríð er hafið í Úkraínu eins og heimurinn fékk að vita þessa dagana. Mörgum finnst þeir vera hjálpalausir gagnvart orrustu og innrás Pútins. En ég hvet landsmenn til þess að skrifa ljóð um þessar hörmungar og að berjast með orðum. Að skrifa ljóð á öllum samfélagsmiðlum um árásina og vonandi byrja bylgju á móti árásagjarna stríðsmanninum í austri.

Það er ekkert fagurt né heiðurslegt við stríð nema að berjast á móti því og að kveða það niður.

Ég skil eftir þetta ljóð að neðan og vona að landsmenn taki upp þráðinn:

Stríð í austri

Stríð er hafið austan oss

Yfir fjöll og týnda hamra.

Lífið hefur hel við bloss

Yfir látna dauða krakka.

„Hví að fæðast fyrir harm?

Fyrir sorg og grátur.“

Spyr ég fyrir farna karla

Fyrir gleymdan hlátur.

Stríð er hafið austan oss

Yfir dána þrá og vonir.

Lífið grafið gefst ei koss

Gyrt með sár og strá sem tóftir.

Vondir menn nú vekja harm

Veikja sig og aðra.

Vörgum líkir verða óðir

Villa sig og alla.

Spyr ég núna hátt í hljóði:

„Eru menn nú nokkuð góðir?“

Eftir

Tryggva P. Brynjars

Höfundur er skáld.




Skoðun

Sjá meira


×