Norrænu sjónvarpsstöðvarnar vilja Rússland úr Eurovision Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:25 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Forsvarsmenn norrænu sjónvarpsstöðvanna sem taka þátt í Eurovision keppninni vilja að Rússlandi verði vísað úr keppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsvarsmennirnir hafa verið í sambandi við EBU og lagst gegn því að Rússar fái að vera á meðal þátttakenda í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí. „Við höfum verið í samskiptum við kollega okkar á Norðurlöndunum sem deila áhyggjum okkar af stöðu mála í Úkraínu. Það er mat okkar allra að það gangi ekki upp að Rússar taki þátt í Eurovision við þessar aðstæður,“ er haft eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Í gær var tilkynnt að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision þrátt fyrir innrásina. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni. Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu.Getty/Dean Mouhtaropoulos „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. Stefán telur ekki tímabært að svara því hvort Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur eða Finnland dragi sig úr keppni fái Rússar að taka þátt. „Ég hef fulla trú á því að EBU taki á þessu af festu og ábyrgð.“ Tónlist Eurovision Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17 Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Forsvarsmennirnir hafa verið í sambandi við EBU og lagst gegn því að Rússar fái að vera á meðal þátttakenda í keppninni sem fer fram á Ítalíu í maí. „Við höfum verið í samskiptum við kollega okkar á Norðurlöndunum sem deila áhyggjum okkar af stöðu mála í Úkraínu. Það er mat okkar allra að það gangi ekki upp að Rússar taki þátt í Eurovision við þessar aðstæður,“ er haft eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Í gær var tilkynnt að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision þrátt fyrir innrásina. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni. Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu.Getty/Dean Mouhtaropoulos „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. Stefán telur ekki tímabært að svara því hvort Ísland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur eða Finnland dragi sig úr keppni fái Rússar að taka þátt. „Ég hef fulla trú á því að EBU taki á þessu af festu og ábyrgð.“
Tónlist Eurovision Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17 Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. 24. febrúar 2022 12:17
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01
Vaktin: Hart barist í Kænugarði Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54