Fjármálaafglöp í glerhúsi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri fór mikinn í fjölmiðlum á miðvikudag þar sem hann sagði söluna á eignarhlutum Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun til ríkisins árið 2006 vera mestu fjármálaafglöp sögunnar á sveitarstjórnarstigi. Þetta er stór fullyrðing og merkilegt að henni sé kastað fram á þessum tímapunkti þegar stutt er í kosningar. Fátt annað hefur verið í umræðunni á þessu kjörtímabili en fjármálaafglöp þess meirihluta er borgarstjóri fer fyrir. Þar sem hvert málið hefur rekið annað, sem hafa kostað okkur skattgreiðendur Reykjavíkurborgar háar fjárhæðir. Mál sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið dugleg að gagnrýna, enda fjármál Reykjavíkurborgar í ólestri. Þrátt fyrir tekjuaukningu ár eftir ár á kjörtímabilinu hafa útgjöld verið langt umfram innkomu og því hafa skuldir hlaðist upp. Í upphafi kjörtímabilsins voru skuldir Reykjavíkur 299 milljarðar en eru nú 400 milljarðar. Kjörtímabilið hófst með braggamálinu og síðan hefur hver málið rekið annað. Engin svör hafa fengist um hver kostnaður vegna Fossvogsskóla er orðinn á kjörtímabilinu. Þeim erindum hefur einfaldlega ekki verið svarað og því hef ég orðið að leita til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og óska eftir því að hann skoði mál Fossvogsskóla. Eitt er víst að sá kostnaður hleypur á háum upphæðum og vonandi skýrist það fljótlega hver heildarkostnaður er orðinn. Þessi tímasetning Hvers vegna er borgarstjóri að henda þessu máli núna inn í umræðuna. Er það vegna þess að 16 árum síðar sé þetta það sem brennur helst á honum eða getur það verið til þess að breiða yfir eitthvað annað? Gæti það verið vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að „ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur í tvígang sent innviðaráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir rökstuðningi á reikningsskilum Reykjavíkurborgar sem kunna að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Hingað til hafa Félagsbústaðir, dótturfélag borgarinnar, metið fasteignir sínar á gangvirði fremur en kostnaðarverði. Neyðist félagið til að breyta um matsaðferð gæti það leitt til hátt í 70 milljarða króna niðurfærslu á virði fasteignasafnsins.“ Getur mögulega verið að með því að kasta fram máli frá árinu 2006 sé borgarstjóri einfaldlega að kasta ryki í augu borgarbúa? Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn verið dugleg að benda á þá staðreynd að sú reikniskilaaðferð sem nýtt hefur verið vegna Félagsbústaða sé ekki rétt, enda hefur þessi aðferð gert að verkum að eignir sem ekki á að selja hafa skekkt ársreikninga Reykjavíkurborgar um 70 milljarða ef rétt reynist. Niðurfærsla Reykjavíkurborgar á um 70 milljörðum vegna húsnæðis félagsbústaða væri mikið fjárhagslegt högg fyrir Reykjavíkurborg. Er það möguleiki að þegar saga þessa kjörtímabils verði skrifuð sé það saga mestu fjármálaafglapa Reykjavíkurborgar? Að minnsta kosti er borgarstjóri í grjótkasti úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir fjármálastjórn forvera sinna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Valgerður Sigurðardóttir
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun