Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 07:59 Kristófer Gajowski, til vinstri á mynd með hljóðnema. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54