Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 15:35 Andrei Menshenin hefur áður boðað til mótmæla við sendiráð Rússa þegar honum misbýður pólitískar ákvarðanir þeirra - en gerir ráð fyrir að fleiri hundruð mæti í dag. Facebook Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Þegar Andrei Menshenin frétti af innrásinni í morgun kveðst hann hafa fengið áfall. „Bara sjokk. Það var tilfinningin sem ég fékk og líklega hundruðir þúsunda Rússa. Ég er sjálfur aðallega bara vonsvikinn. Maður hefur fylgst með stöðunni alveg frá innlimun Krímskaga 2014 sem blaðamaður. En hvorki þá né fram að þessu óraði mig fyrir því að það kæmi til allsherjarstríðs. Maður hafði bara ekki ímyndunarafl til að sjá það fyrir sér. Þeim mun hræðilegra áfall eru þessar fréttir,“ segir Andrei í samtali við fréttastofu. Andrei er að læra íslensku sem annað mál og hefur verið búsettur hérlendis um árabil. Hér er hann ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.Facebook Andrei telur Vladimír Pútín forseta bera ábyrgð á því að efna til stríðsátakanna. „Rússland hefur sögulega séð verið stórveldi. Á 17. öld, 19. öld og á tímum Sovétríkjanna. Þótt þetta hafi fremur verið raunin hjá kynslóðunum sem á undan fóru, er hugarfar okkar enn þannig að við séum á meðal stórþjóða heims. Þess vegna berum við ábyrgð gagnvart minni þjóðum, ekki síst slavneskum. Það sem við erum að gera núna finnst mér að megi líkja við samskipti innan fjölskyldu þar sem eldri bróðir níðist á yngri bróður. Mér finnst satt að segja erfitt að lýsa þessu með orðum,“ segir Andrei. Frásagnir af árásum Rússa á Úkraínumenn fylla síður hvers einasta vestræna fjölmiðils og hafa gert frá því í nótt. Öðru máli gegnir að sögn Andrei um rússneska miðla, en sagt hefur verið frá því að rússneskur almenningur hefur ekki endilega upplýsingar um að her þjóðarinnar sé að ráðast inn í annað land. „Ég ræddi við móður mína fyrr í dag og hún er í Rússlandi. Hún sagði að í rússneskum miðlum sé lítið að finna um innrásina. Það er bara venjulegur dagur í Rússlandi í dag. Verið að spila tónlist í útvarpinu, spjallþættirnir rúlla áfram og í fréttum er lítið vikið að þessu. Jú, það er sagt frá ákveðnum sértækum aðgerðum við landamærin en alveg án þess að segja frá því sem er raunverulega að gerast. Það eru sjálfstæðir miðlar sem reyna að dekka þetta en þeir ná til svo miklu færri en ríkismiðlarnir.“ Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mótmælin eru boðuð í Túngötu klukkan 17.30.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Reykjavík Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira