„Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur“ Elísabet Hanna skrifar 28. febrúar 2022 07:30 Parið var lengi búið að eiga þann draum að opna kaffihús. Atli Þór Einarsson. Í dag opnar kaffihúsið Melodía formlega en þar eru allar veitingarnar sem eru í boði vegan. Kaffihúsið er rekið af ungu pari þeim Andra Má Magnasyni og Karen Sif Heimisdóttur en það er opnað í samstarfi við tónlistarklasann Tónhyl í Ártúnsholtinu. Gamall draumur Karen er viðburðastjóri og förðunarfræðingur að mennt og Andri starfar sem kennari í Árbæjarskóla. Hann er einnig gítarleikari í ballhljómsveitinni Bandmönnum ásamt því að sitja í stjórn Tónhyls. „Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur. Alltaf þegar við fórum í bíltúr eða ferðalag og sáum eitthvað krúttlegt húsnæði þá hugsuðum við að hérna væri geggjað að opna kaffihús" segir Karen um það hvaðan hugmyndin kom. Sjálf stunda þau það mjög mikið að fara á kaffihús og eru miklir kaffiunnendur. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Fundu rými Tónlistarfélag Árbæjar rekur tónlistarklasann Tónhyl en kaffihúsið Melodía er staðsett í hjarta klasans. Þeir Kristján Sturla Bjarnason, Brynjar Ingi Unnsteinsson, Andri Már Magnason, Pétur Finnbogason og Ásgrímur Geir Logason tóku höndum saman, stofnuðu Tónhyl og gerðu upp allt húsnæðið til að uppfylla þær þarfir sem fylgja starfseminni í dag. Starfsemin þar er lifandi og þar starfa tónlistarmenn úr öllum geirum tónlistarheimsins. View this post on Instagram A post shared by To nhylur (@tonhylur) Á síðasta ári ákvað félagið sem er ört stækkandi að taka yfir stærri part af húsnæðinu og þá kom upp sú hugmynd að Andri og Karen myndu nýta hluta af því í að opna Melodíu. Við tóku miklar framkvæmdir og stefnumótun en hefur parinu tekist vel að gera rýmið að sínu innan hússins. Allt vegan Á Melodíu er allt bakkelsi án mjólkur og eggja sem gerir kaffihúsið 100% vegan og aðgengilegt fyrir mjög breiðan hóp af fólki. Sjálf gerðust Karen og Andri grænkerar eftir að sonur þeirra greindist með mjólkur- og eggjaofnæmi. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Í öllum okkar kaffihúsaferðum var alltaf jafn leiðinlegt að sonur okkar gæti ekki fengið allt sem hann vildi og oft þurfti hann að fá að heyra „nei það er egg eða mjólk í þessu" nokkrum sinnum áður en hann fann eitthvað sem hann mátti fá.“ Segir Karen um hugmyndina að opna vegan kaffihús. Allt bakkelsið á Melódíu kemur frá Hérastubbi, bakaríi í Grindavík. „Sonur okkar er allavega hæstánægður með að fá loksins svona mikið úrval af góðum kaffihúsamat,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Hlýlegt umhverfi sem býður þig velkomin Karen sá um að hanna staðinn en hún sótti mestan innblástur í kaffihús erlendis frá eins og Skandinavíu og Balí. Hún hefur brennandi áhuga á innanhúshönnun enda ekki langt að sækja það frá móður sinni Margréti Sigfúsdóttur innanhúsarktítekts. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Hugmyndin var að þér á að finnast þú vera komin í örlítið annan heim þegar þú kemur inn á Melodíu, finnst þú vera velkomin og upplifa ákveðinn hlýleika,“ segir hún. Framkvæmdirnar hófust síðasta sumar og stóðu meira og minna fram í byrjun febrúar á þessu ári, með hléum og hefur það skilað sér í fallegu umhverfi á kaffihúsinu. Framkvæmdirnar á rýminu voru miklar en það leit svona út þegar þau fengu það í hendurnar.Aðsend „Við erum svo heppin að eiga harðduglegt fólk í kringum okkur sem var viljugt til þess að hjálpa okkur gríðarlega mikið við uppbyggingu staðarins og svo verðum við að gefa okkur sjálfum klapp á bakið fyrir að vinna dag og nótt í að láta drauminn rætast.“ Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Gamall draumur Karen er viðburðastjóri og förðunarfræðingur að mennt og Andri starfar sem kennari í Árbæjarskóla. Hann er einnig gítarleikari í ballhljómsveitinni Bandmönnum ásamt því að sitja í stjórn Tónhyls. „Hugmyndin var í mörg ár að malla í hausnum á okkur. Alltaf þegar við fórum í bíltúr eða ferðalag og sáum eitthvað krúttlegt húsnæði þá hugsuðum við að hérna væri geggjað að opna kaffihús" segir Karen um það hvaðan hugmyndin kom. Sjálf stunda þau það mjög mikið að fara á kaffihús og eru miklir kaffiunnendur. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Fundu rými Tónlistarfélag Árbæjar rekur tónlistarklasann Tónhyl en kaffihúsið Melodía er staðsett í hjarta klasans. Þeir Kristján Sturla Bjarnason, Brynjar Ingi Unnsteinsson, Andri Már Magnason, Pétur Finnbogason og Ásgrímur Geir Logason tóku höndum saman, stofnuðu Tónhyl og gerðu upp allt húsnæðið til að uppfylla þær þarfir sem fylgja starfseminni í dag. Starfsemin þar er lifandi og þar starfa tónlistarmenn úr öllum geirum tónlistarheimsins. View this post on Instagram A post shared by To nhylur (@tonhylur) Á síðasta ári ákvað félagið sem er ört stækkandi að taka yfir stærri part af húsnæðinu og þá kom upp sú hugmynd að Andri og Karen myndu nýta hluta af því í að opna Melodíu. Við tóku miklar framkvæmdir og stefnumótun en hefur parinu tekist vel að gera rýmið að sínu innan hússins. Allt vegan Á Melodíu er allt bakkelsi án mjólkur og eggja sem gerir kaffihúsið 100% vegan og aðgengilegt fyrir mjög breiðan hóp af fólki. Sjálf gerðust Karen og Andri grænkerar eftir að sonur þeirra greindist með mjólkur- og eggjaofnæmi. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Í öllum okkar kaffihúsaferðum var alltaf jafn leiðinlegt að sonur okkar gæti ekki fengið allt sem hann vildi og oft þurfti hann að fá að heyra „nei það er egg eða mjólk í þessu" nokkrum sinnum áður en hann fann eitthvað sem hann mátti fá.“ Segir Karen um hugmyndina að opna vegan kaffihús. Allt bakkelsið á Melódíu kemur frá Hérastubbi, bakaríi í Grindavík. „Sonur okkar er allavega hæstánægður með að fá loksins svona mikið úrval af góðum kaffihúsamat,“ bætir hún við. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) Hlýlegt umhverfi sem býður þig velkomin Karen sá um að hanna staðinn en hún sótti mestan innblástur í kaffihús erlendis frá eins og Skandinavíu og Balí. Hún hefur brennandi áhuga á innanhúshönnun enda ekki langt að sækja það frá móður sinni Margréti Sigfúsdóttur innanhúsarktítekts. View this post on Instagram A post shared by MELODÍA (@melodia_cafe) „Hugmyndin var að þér á að finnast þú vera komin í örlítið annan heim þegar þú kemur inn á Melodíu, finnst þú vera velkomin og upplifa ákveðinn hlýleika,“ segir hún. Framkvæmdirnar hófust síðasta sumar og stóðu meira og minna fram í byrjun febrúar á þessu ári, með hléum og hefur það skilað sér í fallegu umhverfi á kaffihúsinu. Framkvæmdirnar á rýminu voru miklar en það leit svona út þegar þau fengu það í hendurnar.Aðsend „Við erum svo heppin að eiga harðduglegt fólk í kringum okkur sem var viljugt til þess að hjálpa okkur gríðarlega mikið við uppbyggingu staðarins og svo verðum við að gefa okkur sjálfum klapp á bakið fyrir að vinna dag og nótt í að láta drauminn rætast.“
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27 Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. 9. desember 2021 13:27
Opnuðu kattakaffihús í miðbænum Þær Gígja og Ragnheiður létu drauminn rætast og opnuðu fyrsta og eina kattakaffihúsið á Íslandi. Þar geta gestir kynnst köttunum og jafnvel fundið nýjan fjölskyldumeðlim. 26. júlí 2019 06:00