Tónleikaferðalag Bieber, Justice World Tour, átti að fara af stað snemma árið 2020 en var frestað vegna Covid. Hann náði að halda eina stóra tónleika í San Diego og svo áttu Las Vegas tónleikarnir að vera númer tvö í röðinni. Þeir frestast nú fram á næsta sumar, nánar tiltekið 28. júní 2022. Líklega munu nokkrir tónleikar í viðbót færast til á dagskránni hjá Bieber.
Aðdáendur Bieber voru sumir komnir langa leið um helgina vegna tónleikanna og báðust skipuleggjendur afsökunar á þessu, en heilsa hópsins þyrfti að vera í fyrsta sæti. Hér fyrir neðan má sjá brot af sviðshönnun tónleikaferðalagsins.
Justice Tour visuals are next level! pic.twitter.com/LiPCFPPZJa
— Justice Tour Updates (@JusticeTourNews) February 21, 2022
Á tónleikunum í San Diego varð allt vitlaust þegar hann flutti lagið Anyone og var ljóst að lagið er í uppáhaldi hjá mörgum aðdáendum hans. Á skjánum fyrir aftan Bieber birtust persónulegar myndir af honum og eiginkonunni, Hailey Bieber. Hún var sjálf stödd í salnum og söng og dansaði með. Símamyndband aðdáanda af flutningi Bieber má sjá hér fyrir neðan.