Dua Lipa fór nýlega af stað í Future Nostalgia tónleikaferðalagið sitt sem hafði verið frestað í tvö ár vegna heimsfaraldursins. Fyrr í mánuðinum byrjaði hún einnig með hlaðvarpið Dua Lipa: At Your Service þar sem hún tekur viðtöl við fólk sem er að gera magnaða hluti á sínu sviði eins og Olivier Rousteing í tískuheiminum.
Undir lok síðasta árs hætti söngkonan með kærasta sínum Anwar Hadid svo það virðist vera mikið um breytingar hjá henni þessa dagana og mörg járn í eldinum.