Beið alla Ólympíuleikana eftir því að fá að keppa en villtist síðan í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Sophia Laukli var skiljanlega mjög svekkt að hafa gert þessi mistök. Getty/Patrick Smith Eina grein bandarísku skíðagöngukonunnar Sophia Laukli var ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Eftir að hafa beðið alla leikana eftir því að fá að keppa þá er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi gengið eins og í sögu. Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira