Beið alla Ólympíuleikana eftir því að fá að keppa en villtist síðan í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Sophia Laukli var skiljanlega mjög svekkt að hafa gert þessi mistök. Getty/Patrick Smith Eina grein bandarísku skíðagöngukonunnar Sophia Laukli var ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Eftir að hafa beðið alla leikana eftir því að fá að keppa þá er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi gengið eins og í sögu. Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Sjá meira
Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Sjá meira