Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 14:12 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson, foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla. úr einkasafni Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. Greint var frá því í vikunni, eftir að Kennarasamband Íslands fjallaði um málið á vef sínum, að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Auðvelt fyrir aðra að setja sig í dómarasæti Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson, foreldrar nemandans sem þarna á hlut að máli, rekja sína hlið á málinu í ítarlegri Facebook-færslu sem birt var í gær. Þar segja þau ljóst að í umræðunni hafi rödd þeirra og fjórtán ára dóttur þeirra ekki fengið að heyrast. Þau Magnea Rún og Kristján Már ræddu málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: „Það hefur enginn fengið að heyra það að umrætt barn var búið að ganga í gegnum mikið þunglyndi, kvíða og erfiðar sjálfsskaðahugsanir sem báru hana oft ofurliði. Sjálfsniðurrifið var svo sterkt að andleg og líkamleg vanlíðan litaði allt daglegt líf hennar. Það er án efa erfitt að setja sig í spor foreldra í þeirri stöðu nema fyrir þá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega það sama með sín börn. Fyrir hina, þá er kannski auðvelt að sitja í sínu dómarasæti og taka afstöðu eftir að hafa lesið einhliða frásagnir af málinu. Það er erfitt að lýsa hvernig tilfinning það er að ganga með 13 ára barnið sitt inn á bráðamóttöku og þurfa að segja upphátt: „Við þurfum tafarlausa aðstoð því dóttir okkar er með svo miklar sjálfsvígshugsanir“,“ segja Magnea og Kristján. Algjörlega varnarlaus Þau lýsa ítarlega sjálfsskaðandi hegðun sem dóttir þeirra sýndi og hversu þungbært hafi verið að horfa upp á það. „Það er erfitt að skilja hvernig henni líður og loks erfitt að skilja hvernig þetta allt hefur haft áhrif á okkar fjölskyldulíf. Það er því sárt að lesa fréttir um barnið okkar og hennar baráttu og hvað þá að lesa athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Þar er dóttir okkar stimpluð sem forhertur vandræðagemlingur, óalandi nemandi og einkar dónalegur unglingur. Hún er máluð sem óargardýr og sú lýsing meira að segja sett út á heimasíðu dómstólsins, í yfirlýsingum og á síðum fjölmiðla. Þar kemur hvergi fram að margt býr að baki erfiðrar hegðunar barnsins okkar og áfallasaga hennar er samofin þeirri hegðun. Barnið okkar getur lesið ítarlegar greinar um eigið ágæti og er algjörlega varnarlaus. Það reitir okkur til reiði.“ Setja spurningamerki við „flekklausan feril“ Hjónin segjast ekki hafa neitt út á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í málinu að setja. Þau geri sér fyllilega grein fyrir því að ekki hafi verið staðið rétt að málum í skólanum – raunar ekki frekar en í mörgum málum dóttur þeirra í skólanum. Þau telja þó marga hafa misskilið dóminn, sem í megindráttum fjalli um ólögmæta uppsögn en ekki samskipti kennarans og dóttur þeirra. Að því sögðu segja þó koma fram ýmsar rangfærslur í dómnum, meðal annars setja þau spurningamerki við að kennarinn hafi átt „flekklausan feril“ og vísa til þess að foreldrar hafi haft samband við þau og greint frá ámælisverðri hegðun kennarans í garð nemenda. Frá Dalvík.Vísir/Egill „Hvergi í dómnum kom fram að dóttir okkar, sem sat á grasinu á skólatíma í kennslustund hjá kennaranum, var með nýlega skurði á úlnliðnum og framhandlegg. Hún ítrekað bað kennarann um að sleppa hendinni á sér áður en hún brást við með þeim hætti sem við vitum öll hver var, hún slær til kennarans. Okkur þykir virkilega miður að hún hafi fundið sig knúna til að þurfa að bregða til þessa ráðs. Við höfum reynt að kenna börnunum okkar að það eigi aldrei að beita ofbeldi og hvergi ætlum við að halda því fram að hún hafi mátt slá til kennara síns. Við vitum vel að starf kennara er óeigingjarnt, slítandi og það getur reynt á þolrifin þegar nemendur hlýða ekki fyrirmælum. Því hvarflar ekki að okkur að réttlæta gjörðir dóttur okkar en við viljum þó hvetja alla til að hafa í huga að - aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Alvarlegur trúnaðarbrestur Þá rekja þau atvik sem þau telja mikilvægt að minnast á í þessu samhengi. Þar segja þau umræddan kennara hafa átt fund með nemendum skólans, haldið uppi einhliða vörnum fyrir sjálfan sig og rætt persónuleg málefni dóttur þeirra. Þarna telja þau hafa orðið alvarlegan trúnaðarbrest. Þau benda þó á að í Dalvíkurskóla starfi margir fagmenn sem beri hag nemenda fyrir brjósti og þeim færa þau bestu þakkir. „Aldrei var það ætlun okkar að standa í orðaskaki við kennara dóttur okkar né stjórnendur í Dalvíkurbyggð. Aldrei var ætlunin að kæra málið en það gerðum við einungis þegar við upplifðum úrræðaleysi og máttleysi í klukkuverki samfélagsins okkar, einni viku eftir í umræddan atburð. Þá fyrst fór boltinn að rúlla og hreyfing komst á málið. Kennarinn var fyrst þá sendur í leyfi. Hvergi þessu ferli höfum við upplifað einlæga eftirsjá eða hvað þá fengið afsökunarbeiðni frá kennaranum,“ segja Magnea og Kristján. „Það þarf einbeittan brotavilja til að reyna að finna réttlætingu á ofbeldi og þykir okkur átakanlegt að fylgjast með umræðunni undanfarna daga. Í dómnum kemur fram að kennarinn telji sig hafa orðið fyrir “kröftugum löðrung” og hennar ósjálfráðu viðbrögð hafi verið að gefa barninu okkar “léttan kinnhest” til baka. Af athugasemdarkerfi fjölmiðla að dæma þá eru sumir sammála að viðbrögðin séu skiljanleg og jafnvel réttlætanleg. Barnið okkar sat á grasbala og fullorðinn aðili stendur yfir henni, ógnandi, heldur fast um sár eftir sjálfsskaða og neitar að sleppa henni, þrátt fyrir að barnið okkar hafi beðið hana um það ítrekað. Kennarinn sagði orðrétt “ég snerti þig ef ég vil það”. Barnið okkar upplifði þetta sem ógn og í bræði verður henni á og hún missir sig. Það sá á barninu okkar eftir þennan kinnhest og má því alveg spyrja sig um hversu léttur hann hafi verið...“ Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greint var frá því í vikunni, eftir að Kennarasamband Íslands fjallaði um málið á vef sínum, að grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hefðu verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Umræddur kennari svaraði nemanda í sömu mynt þegar hann sló til nemandans. Fyrir þessar sakir vék Dalvíkurbær kennaranum úr starfi. Dómur héraðsdóms Norðurlands eystra komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að setja þurfi kinnhestinn í heildarsamhengi. Atvikið hafi ekki verið gróft brot í starfi sem gæti réttlætt fyrirvaralausan brottrekstur. Auðvelt fyrir aðra að setja sig í dómarasæti Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson, foreldrar nemandans sem þarna á hlut að máli, rekja sína hlið á málinu í ítarlegri Facebook-færslu sem birt var í gær. Þar segja þau ljóst að í umræðunni hafi rödd þeirra og fjórtán ára dóttur þeirra ekki fengið að heyrast. Þau Magnea Rún og Kristján Már ræddu málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: „Það hefur enginn fengið að heyra það að umrætt barn var búið að ganga í gegnum mikið þunglyndi, kvíða og erfiðar sjálfsskaðahugsanir sem báru hana oft ofurliði. Sjálfsniðurrifið var svo sterkt að andleg og líkamleg vanlíðan litaði allt daglegt líf hennar. Það er án efa erfitt að setja sig í spor foreldra í þeirri stöðu nema fyrir þá sem hafa gengið í gegnum nákvæmlega það sama með sín börn. Fyrir hina, þá er kannski auðvelt að sitja í sínu dómarasæti og taka afstöðu eftir að hafa lesið einhliða frásagnir af málinu. Það er erfitt að lýsa hvernig tilfinning það er að ganga með 13 ára barnið sitt inn á bráðamóttöku og þurfa að segja upphátt: „Við þurfum tafarlausa aðstoð því dóttir okkar er með svo miklar sjálfsvígshugsanir“,“ segja Magnea og Kristján. Algjörlega varnarlaus Þau lýsa ítarlega sjálfsskaðandi hegðun sem dóttir þeirra sýndi og hversu þungbært hafi verið að horfa upp á það. „Það er erfitt að skilja hvernig henni líður og loks erfitt að skilja hvernig þetta allt hefur haft áhrif á okkar fjölskyldulíf. Það er því sárt að lesa fréttir um barnið okkar og hennar baráttu og hvað þá að lesa athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Þar er dóttir okkar stimpluð sem forhertur vandræðagemlingur, óalandi nemandi og einkar dónalegur unglingur. Hún er máluð sem óargardýr og sú lýsing meira að segja sett út á heimasíðu dómstólsins, í yfirlýsingum og á síðum fjölmiðla. Þar kemur hvergi fram að margt býr að baki erfiðrar hegðunar barnsins okkar og áfallasaga hennar er samofin þeirri hegðun. Barnið okkar getur lesið ítarlegar greinar um eigið ágæti og er algjörlega varnarlaus. Það reitir okkur til reiði.“ Setja spurningamerki við „flekklausan feril“ Hjónin segjast ekki hafa neitt út á dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í málinu að setja. Þau geri sér fyllilega grein fyrir því að ekki hafi verið staðið rétt að málum í skólanum – raunar ekki frekar en í mörgum málum dóttur þeirra í skólanum. Þau telja þó marga hafa misskilið dóminn, sem í megindráttum fjalli um ólögmæta uppsögn en ekki samskipti kennarans og dóttur þeirra. Að því sögðu segja þó koma fram ýmsar rangfærslur í dómnum, meðal annars setja þau spurningamerki við að kennarinn hafi átt „flekklausan feril“ og vísa til þess að foreldrar hafi haft samband við þau og greint frá ámælisverðri hegðun kennarans í garð nemenda. Frá Dalvík.Vísir/Egill „Hvergi í dómnum kom fram að dóttir okkar, sem sat á grasinu á skólatíma í kennslustund hjá kennaranum, var með nýlega skurði á úlnliðnum og framhandlegg. Hún ítrekað bað kennarann um að sleppa hendinni á sér áður en hún brást við með þeim hætti sem við vitum öll hver var, hún slær til kennarans. Okkur þykir virkilega miður að hún hafi fundið sig knúna til að þurfa að bregða til þessa ráðs. Við höfum reynt að kenna börnunum okkar að það eigi aldrei að beita ofbeldi og hvergi ætlum við að halda því fram að hún hafi mátt slá til kennara síns. Við vitum vel að starf kennara er óeigingjarnt, slítandi og það getur reynt á þolrifin þegar nemendur hlýða ekki fyrirmælum. Því hvarflar ekki að okkur að réttlæta gjörðir dóttur okkar en við viljum þó hvetja alla til að hafa í huga að - aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Alvarlegur trúnaðarbrestur Þá rekja þau atvik sem þau telja mikilvægt að minnast á í þessu samhengi. Þar segja þau umræddan kennara hafa átt fund með nemendum skólans, haldið uppi einhliða vörnum fyrir sjálfan sig og rætt persónuleg málefni dóttur þeirra. Þarna telja þau hafa orðið alvarlegan trúnaðarbrest. Þau benda þó á að í Dalvíkurskóla starfi margir fagmenn sem beri hag nemenda fyrir brjósti og þeim færa þau bestu þakkir. „Aldrei var það ætlun okkar að standa í orðaskaki við kennara dóttur okkar né stjórnendur í Dalvíkurbyggð. Aldrei var ætlunin að kæra málið en það gerðum við einungis þegar við upplifðum úrræðaleysi og máttleysi í klukkuverki samfélagsins okkar, einni viku eftir í umræddan atburð. Þá fyrst fór boltinn að rúlla og hreyfing komst á málið. Kennarinn var fyrst þá sendur í leyfi. Hvergi þessu ferli höfum við upplifað einlæga eftirsjá eða hvað þá fengið afsökunarbeiðni frá kennaranum,“ segja Magnea og Kristján. „Það þarf einbeittan brotavilja til að reyna að finna réttlætingu á ofbeldi og þykir okkur átakanlegt að fylgjast með umræðunni undanfarna daga. Í dómnum kemur fram að kennarinn telji sig hafa orðið fyrir “kröftugum löðrung” og hennar ósjálfráðu viðbrögð hafi verið að gefa barninu okkar “léttan kinnhest” til baka. Af athugasemdarkerfi fjölmiðla að dæma þá eru sumir sammála að viðbrögðin séu skiljanleg og jafnvel réttlætanleg. Barnið okkar sat á grasbala og fullorðinn aðili stendur yfir henni, ógnandi, heldur fast um sár eftir sjálfsskaða og neitar að sleppa henni, þrátt fyrir að barnið okkar hafi beðið hana um það ítrekað. Kennarinn sagði orðrétt “ég snerti þig ef ég vil það”. Barnið okkar upplifði þetta sem ógn og í bræði verður henni á og hún missir sig. Það sá á barninu okkar eftir þennan kinnhest og má því alveg spyrja sig um hversu léttur hann hafi verið...“
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira