Afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna: „Hefði ekki getað beðið um neitt betra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. febrúar 2022 17:15 Rósa Björk Einarsdóttir afhenti Píeta samtökunum 1,4 milljónir króna í gær. Mynd/Atli Már Guðfinnsson Hin 22 ára Rósa Björk Einarsdóttir afhenti í dag Píeta-samtökunum 1,4 milljónir króna sem söfnuðust við góðgerðarstreymi hennar á Twitch, streymisveitu sem sérhæfir sig í útsendingu rafíþrótta, í lok janúar. Streymið stóð yfir í sólarhring og var til heiðurs bróður hennar sem féll fyrir eigin hendi árið 2007, 33 ára að aldri. Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Rósa lýsir því að hún hafi ákveðið að slá til eftir að hún varð fyrir áreiti á Discord, spjallforriti fyrir leikjaheiminn, þegar umræðan færðist að sjálfsvígum. Þar hafi strákur meðal annars gefið til kynna að það væri Rósu að kenna að bróðir hennar hafi framið sjálfsvíg. „Mér leið ótrúlega illa og ég hætti á Twitch í viku eða eitthvað, en síðan ákvað ég að mig langaði ekki að láta þetta hafa vond áhrif á mig. Ég vildi frekar láta eitthvað gott af þessu leiða og þá ákvað ég að prófa að gera svona 24 klukkustunda streymi,“ segir Rósa í samtali við fréttastofu um málið en hún gengur undir nafninu Rosagoonhunter69 á Twitch. Hún tók þá ákvörðun um að styrkja Píeta samtökin en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Búin að safna einni milljón eftir fjóra klukkutíma Á meðan streyminu stóð spilaði Rósa ýmsa tölvuleiki, fékk til sín gesti, og tók við áskorunum frá áhorfendum. Hún reiknar með að um 200 hafi verið að horfa að meðaltali jafnt og þétt. „Þetta var ógeðslega gaman, allir höfðu gaman af þessu og það kom ótrúlega gott út úr þessu. Ég hefði ekki geta beðið um neitt betra. Þetta var bara besti dagur lífs míns,“ segir Rósa en í heildina náði hún að safna rúmlega 1,4 milljónum króna. „Ég bara átti ekki til orð, ég var alltaf að búast við því að það myndi einhver koma og styðja þetta og var kannski að búast við í mesta lagi þrjú hundruð þúsund krónum en ég var búin að safna einni milljón fjórum klukkutímum eftir að streymið hófst,“ segir Rósa enn fremur. View this post on Instagram A post shared by goonhunter (@rosabjorkk) Tilbúin til að endurtaka leikinn Streymið fór fram í lok janúar og afhenti Rósa Píeta samtökunum 1,4 milljón króna í dag. Misjafnt var hvað fólk lagði til, hæsta upphæðin var þúsund Bandaríkjadalir, sem samsvarar um það bil 125 þúsund krónum. „Ég var bara algjörlega í sjokki að fólk skuli hafa lagt sitt af mörkum og allir, síðan var fullt af fólki sem var að sponsa þetta,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort hún stefni á að endurtaka leikinn einhvern tímann í ljósi þess hve vel gekk síðast segir Rósa svo vera. „Ég mun hundrað prósent vilja gera þetta aftur á næsta ári og kannski þá styrkja eitthvað nýtt eða kannski bara aftur Píeta samtökin, það getur vel verið,“ segir Rósa. „Ég held að hann myndi vera mjög stoltur af því sem ég er að gera í dag og því sem ég stend fyrir,“ segir Rósa enn fremur um bróður sinn. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira