NFL-goðsögn tók hringinn af eiginkonunni í flugvél og var handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 09:01 Adrian Peterson og Ashley Brown sjást hér saman í Super Bowl partý um helgina en rifidi þeirra á heimleiðinni til Houston endaði illa. Getty/Rodin Eckenroth NFL-hlauparinn Adrian Peterson kom sér í fréttirnar á Super Bowl helginni þegar hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi um borð í flugvél á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Hann verður hins vegar ekki ákærður. Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög. NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles sýslu ákvað að kæra ekki Peterson en hann gæti þó enn verið ákærður fyrir lítilfjörlegt afbrot fyrir heimilisofbeldi. Adrian Peterson on his arrest: I had a disagreement with my wife, but I don't hit women. https://t.co/1cBbpnIGgp— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) February 14, 2022 Lögreglan var kölluð til í kringum 8.30 á sunnudagsmorgunn vegna mögulegt heimilisofbeldis í flugvél á leiðinni til Houston. Þar var í gangi mikið ósætti á milli karls og konu. Hinn 36 ára gamli Peterson var handtekinn en Ashley eiginkona hans flaug síðan með vélinni til Houston. Hún hefur komið honum til varnar í málinu. Adrian Peterson's wife is defending the NFL star in the wake of his domestic violence arrest ... saying "at no point" did he "hit or strike me." https://t.co/Ya95xgC9QE— TMZ (@TMZ) February 15, 2022 Adrian Peterson sagði sína hlið á málinu í viðtali við Fox 26 sjónvarpsstöðina í Houston. „Við rifumst í flugvélinni en það náði ekkert lengra en það. Ég endaði á því að grípa í hendina hennar og taka hringinn af henni,“ sagði Adrian Peterson. Hann sagðist hafa verið handtekinn af því að hringurinn skildi eftir skrámu á fingri eiginkonunnar. „Það var ágreiningur á milli okkar. Ég þekki fyrirsagnirnar um heimilisofbeldi. Fólk heldur að ég hafi barið hana. Það var ekkert slíkt í gangi,“ sagði Peterson. .@AdrianPeterson put together one of the greatest offensive seasons we've ever seen during his 2012 OPOY campaign. Who takes home the award this year? (by @surface) : #NFLHonors -- Thursday 9pm ET on ABC & NFL Network pic.twitter.com/Xa21EMLAZx— NFL (@NFL) February 9, 2022 Adrian Peterson var enn að spila á síðasta NFL-tímabili en hefur flakkað á milli liða á lokakafla ferils síns. Hann var um tíma besti hlaupari deildarinnar og var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL árið 2012. Hann var fjórum sinnum valinn í lið ársins og þrisvar sinnum í annað úrvalsliðið. Á síðasta tímabili varð Peterson fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL til að skora snertimark á jörðinni fyrir sex mismunandi félög.
NFL Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti