Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:00 Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.” Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.”
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira