Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:00 Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.” Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.”
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira