Betri borg fyrir dýr Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa 11. febrúar 2022 15:31 Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Dýr Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Þorkell Heiðarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar