Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 13:48 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sjá meira