KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 13:13 Þróttarastelpurnar stilltu sér upp ásamt þjálfurum sínum. Enginn bikar fór þó á loft og verðlaunapeningarnir bíða annars tíma, varla betri tíma. Einar Jónsson Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn