KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2022 13:13 Þróttarastelpurnar stilltu sér upp ásamt þjálfurum sínum. Enginn bikar fór þó á loft og verðlaunapeningarnir bíða annars tíma, varla betri tíma. Einar Jónsson Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Þróttur mætti Fjölni í Egilshöll í gærkvöld og ljóst var að með sigri myndu Þróttarar tryggja sér sinn fyrsta titil í sögunni. Það gekk eftir því með afar öruggum 6-1 sigri varð ljóst að ekkert lið gæti náð Þrótti að stigum í keppninni, þó að ekki hefðu öll lið lokið keppni. Þróttarar fögnuðu að vonum vel og innilega þrátt fyrir vonbrigði yfir því að fá engan verðlaunagrip í hendurnar. Í yfirlýsingu KRR segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með í gær séu tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19. Uppfært: Þróttur fær verðlaunin sín á morgun í hálfleik á leik Þróttar og Fylkis í Lengjubikarnum sem hefst í Egilshöll kl. 16:00. Yfirlýsing Knattspyrnuráðs Reykjavíkur: Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Á sama tíma og Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) óskar Reykjavíkurmeisturum Þróttar í kvennaflokki innilega til hamingju með titilinn vill ráðið biðjast einlæglega afsökunar á að ekki hafi farið farið fram verðlaunaafhending að loknum síðasta leik þeirra í mótinu. Um mistök er að ræða en leikir höfðu riðlast vegna veðurs og COVID 19 sem varð til þess að KRR yfirsást tímasetning leiksins. Þróttur hefur náð gríðarlegum árangri á þessu leiktímabili og er vel að titlinum komin. Verið er að skoða hvenær verðlaunaafhending geti farið fram og í samráði við Þrótt. Við drögum lærdóm af þessu og mun KRR í samráði við aðildarfélög bæta verklag sitt svo mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Virðingarfyllst, f.h. KRR Steinn Halldórsson Formaður Jónas Sigurðsson Formaður mótanefndar
Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. 11. febrúar 2022 00:18
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02