Velferðartækni – tækifæri til framtíðar Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2022 07:30 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar